fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Íris varð fyrir fordómum vegna pelagjafar: „Öss hvað er hún að gefa ungabarni pela, svona lítið barn á að vera á brjósti“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 2. febrúar 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Bachmann segist hafa orðið fyrir mikilli pressu um að halda áfram brjóstagjöf þrátt fyrir mikla erfiðleika eftir að hún eignaðist son sinn. Íris mjólkaði lítið og grét sonur hennar af hungri og verkjum þar sem hann þoldi illa þá litlu mjólk sem hann fékk.

Enn þann dag í dag finn ég fyrir einstaka fordómum yfir því að barnið mitt sé og hafi alltaf einungis verið á pela,

Segir Íris í einlægri færslu á bloggsíðu sinni.

Íris segir að umræðan um pelabörn eigi ekki að vera feimnismál og að fólk eigi alls ekki að dæma aðra.

Þið vitið ekkert af hverju barnið er á pela og það kemur ykkur heldur ekkert við. En ástæðan á svo sem ekki að skipta máli heldur er þetta ákvörðun hjá okkur mæðrum sem við tökum á einhverjum tímapunkti og eigum ekki skilið að fá skammir eða ræðu um hvað sé best fyrir barnið okkar. Ég veit að flestar ef ekki allar mæður eru alltaf með hag barnsins fremst í huga.

Andrés, sonur Írisar átti í erfiðleikum með að ná tökum á brjóstagjöfinni og reyndi hún því að nota Mexíkana hatt en gekk það brösulega.

Ljósmæðurnar reyndu að mjólka hana

Ég mjólkaði mjög lítið og það kom aldrei almennilegt flæði í mjólkina hjá mér. Ég var alltaf mjög stressuð yfir þessu og held að það sé klárlega ein af ástæðunum af hverju ég mjólkaði svona illa. En ég reyndi allt og ljósmæðurnar voru sjálfar á fullu að reyna að mjólka mig til þess að örva en ekkert gekk.

Andrés grét allan sólarhringinn fyrstu vikurnar í lífi sínu og þegar Íris fór með hann í þriggja vikna skoðun kom í ljós að hann hafði lést niður í fæðingarþyngd.

Þá loksins var farið að tala um ábót handa honum. Tengdapabbi fór og keypti bókstaflega allar tegundir af þurrmjólk sem til voru og byrjuðum við að prófa okkur áfram en það virtist ekki skipta máli hvað tegund hann fékk, hann var sárkvalinn eftir hverja gjöf, ásamt brjóstagjöfinni.

Þegar sonur Írisar var orðin mánaðar gamall var andleg heilsa hennar orðin svo slæm að hún þekkti sjálfa sig ekki lengur.

Tími til þess að segja stopp

Þá var komin tími til þess að segja stopp. Enda var brjóstamjólkin nánast horfin út afsvefnleysi, stressi og engri matarlyst. Þá prófuðum við ofnæmismjólk sem kærasti minn fékk þegar hann var lítill og eftir viku á henni var Andrés strax orðin skárri þannig að við fórum til ofnæmislæknis og var hún sammála okkur um að hafa hann einungis á ofnæmismjólkinni allavegana fyrsta árið.

Loksins hætti Andrés að gráta allan sólarhringinn og hægt og rólega fór hann að þyngjast.

En allt þetta reyndi mikið á mömmuna og var ég farin að brjóta mig niður og efast um mig því svo margir pressuðu stanslaust á þessa blessuðu brjóstagjöf.

Eftir að Íris tók ákvörðunina um að hafa Andrés einungis á pela fór öllum að líða betur.

Þú átt að fylgja þínu hjarta og ekki láta einhverja aðra segja þér hvað er best fyrir þig og þitt barn. Auðvitað er hægt að þyggja góð ráð en þú veist manna best hvað hentar þér og þínu barni.

Ókunnugt fólk skiptir sér af

Íris segir magnað hversu mikið af ókunnugu fólki skiptir sér af hlutum sem það veit ekkert um.

Oft er kannski bara betra að sitja á skoðunum sínum. Ég hef ýmist fengið svipi eða komment. Það hefur bókstaflega verið sagt við mig í Smáralindinni „Öss hvað er hún að gefa ungabarni pela, svona lítið barn á að vera á brjósti.

Íris biðlar til fólks að dæma ekki þegar það sér ungabarn drekka úr pela.

Ekki dæma þegar þú sérð ungabarn drekka úr pela, ekki dæma þegar þú sérð mömmu vera að gefa brjóst á almannafæri og ekki dæma þegar þú sérð uppgefna mömmu æsa sig örlítið út í búð við barnið sitt. Bara ekki dæma, við erum öll að gera okkar besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“