fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Hildur Ýr er sjómannskona: „Hágrét fyrsta árið en nú er þetta vani“

Öskubuska
Föstudaginn 2. febrúar 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

í hvert einasta skipti sem ég nefni að ég eigi kærasta sem er á sjó þá koma upp margar spurningar.  Allar sjómannskonur kannast öruglega við það. Fyrsta árið sem við vorum saman þá grenjaði ég nánast í hvert einasta skipti sem hann fór út á sjó eftir að hann var búin að vera í viku fríi, mér fannst þetta rosalega erfitt, en í dag er þetta mun auðveldara og hann kemur heim á endanum, auðvitað er samt alltaf erfitt að kveðja.

Hvernig er að vera með sjómanni?

Er ekki erfitt að hann sé alltaf svona lengi í burtu?

Leiðist þér ekki ?

Hvernig er að vera ein með barnið svona lengi ?

Kemstu einhvern tíma út með vinkonum þínum ?

Ég og Eggert byrjuðum að tala saman fyrir 8 árum síðan og svo byrjuðum við saman bara stuttu eftir það, ég vissi að hann væri á sjó og ég vissi þá alveg hvað ég væri að fara út í. Að ég væri að fara vera með sjómanni, ég þekki ekkert annað en þetta líf, að hann sé að koma og fara og ég er löngu búin að venjast því. Fyrsta árið sem við vorum saman þá grenjaði ég nánast í hvert einasta skipti sem hann fór út á sjó eftir að hann var búin að vera í viku fríi, mér fannst þetta rosalega erfitt, en í dag er þetta mun auðveldara og hann kemur heim á endanum, auðvitað er samt alltaf erfitt að kveðja.

Þetta er reyndar orðið mikið öðruvísi í dag, áður var hann í 5 daga úti og sólarhring heima og kom stundum í viku frí, núna er hann 30-40 daga úti og 30-40 daga heima sem er mikið mikið betra þar sem við erum barn.  Það hefði verið erfiðara fyrir Viktor Óla að vera alltaf að sjá pabba sinn koma og fara þar sem hann er farinn að skilja þetta betur núna.

En ég ætla fá að svara þessum spurningum með stuttum orðum:

  • Hvernig er að vera með sjómanni ? : Að vera með sjómanni er auðvitað erfitt en við konur sem erum með sjómönnum erum mjög vanar þessu, eiginlega allt of vanar haha. Að hann fari í marga daga og komi heim svo í nokkra daga er eðlilegt í lífi okkar,  þetta er auðvitað allt öðruvísi heldur en að vera með manni sem kemur heim eftir vinnu á daginn.  Ég veit ekki hvernig það myndi verða ef hann kæmi heim að vinna 8-16 vinnu, hann og ég myndum örugglega ekki meika það og sérstaklega ekki hann, því við erum vön svo allt öðru. Hann þekkir ekkert annað heldur en að vinna bara stanslaust í 30-40 daga og koma svo heim í frí, en maður getur vanist öllu.
  • Er ekki erfitt að hann sé alltaf svona lengi í burtu? : Eins og ég skrifa hér fyrir ofan þá átti ég mjög erfitt með að venjast þessu fyrst og fór að hágráta í hvert einasta skipti sem hann fór á sjó, núna er þetta bara orðinn vani. Ég heyri í honum á hverjum einasta degi og þó það sé 1-2 mínútur þá er alltaf gott að heyra að það sé allt í góðu. Þegar þeir fara eitthvað langt þá er oft ekkert símasamband og það er það sem finnst mér lang erfiðast að heyra kannski ekki í honum í nokkra daga, en jú 30-40 dagar er mjög langur tími og er þetta oft mjög erfitt fyrir mig að hafa hann svona lengi í burtu. En svona er lífið með sjómanni og konur með sjómönnum kannast við þetta, sumar eru bara sáttar að þeir fari út á sjó aftur eftir langt frí.. Ég viðurkenni alveg,  eftir að hafa hann heima í 30 daga þá er hann orðin vel pirraður og eirðarlaus og þá er alveg komin tími til að hann fari aftur að vinna.
  • Leiðist þér ekki ? : Jú jú auðvitað leiðist mér og aðallega á kvöldin, sérstaklega eftir að við áttum Viktor Óla. Þá er ég meira föst heima hjá mér, betur fer á ég yndislegar vinkonur sem kíkja til mín og veita mér félagsskap. Ég er búin að vera núna í skóla 3x í viku og þá er ég aðeins meira frjáls að gera hluti sem ég þarf að gera án þess að hafa barnið með mér, þá að komast í búð,ræktina og fleira.  Annars var ég alltaf bara vinna 8-16 og þá sótti ég bara strax barnið og fékk aldrei þennan tíma fyrir sjálfan mig sem ég þurfti. Mömmur þurfa líka smá tíma fyrir sjálfan sig og komast aðeins út og bara fá að anda í friði án þess að hafa barnið hangandi á sér.
  • Hvernig er að vera ein með barnið svona lengi? : Það getur verið mjög erfitt en ég er mjög dugleg að skipuleggja og setja niður rútínu fyrir okkur tvö sem hentar mjög vel.
  • Kemstu einhvern tíma út með vinkonum þínum? : Já auðvitað kemst ég út með vinkonum mínum og ég er mjög dugleg að nota öll tækifæri til í að komast út á smá tjútt með þeim, ég fer nú ekki mjög oft út þegar ég er ein með Viktor og reyni bara að fara þegar Eggert kemur heim, þá þarf mamman að sleppa aðeins af sér takinu og dansa.  Svo eru einhverjir í fjölskyldunni sem eru mjög dugleg að taka Viktor fyrir mig,  mamma mín sérstaklega og er ég svo þakklát að hafa hana.  Hún er svo góð við Viktor og hann dáir ömmu sína og afa.  Þannig já ég kemst alveg út þegar hann er á sjó.

Ég held ég sé búin að koma flestu frá mér sem ég er spurð reglulega af og auðvitað ekki vera feiminn að spyrja konur sem eru með sjómönnum hvernig þetta er.

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum