fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hafdís María með lamandi ótta: „Ég er hrædd, Það ER eitthvað að fara að koma fyrir“

Öskubuska
Mánudaginn 12. febrúar 2018 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sjálfgefin og sjálfsagður hlutur að foreldrar vilja ekki að neitt komi fyrir börnin sín.Til þess að koma í veg fyrir það, þá verndum við þau. Sumum foreldrum tekst að finna þennan gullna milliveg, jafnvægið á milli þess að ofvernda og ekki ofvernda.

Ég dáist að þeim foreldrum.
Ég hef sjálf alltaf átt erfitt með að finna þennan milliveg.

Af hverju heldur þú alltaf á barninu?

Það er ekki svo langt síðan ég var spurð af hverju ég kýs enn þá að halda á stelpunni minni hvert sem við förum. Ég spáði aldrei í því, mér finnst ósköp eðlilegt að foreldrar haldi á börnunum sínum. Ég gæti meira að segja reynt að halda á henni enn þá þegar hún verður 18 ára…(Nei okey samt ekki).
Ég hef samt alltaf vitað af hverju ég geri þetta, en hef aldrei verið mikið að tala um það upphátt.
Það er svo sem ekki einhver stór, merkileg og earth-shattering ástæða á bak við það.
Í rauninni hefur svarið alltaf verið einfalt; Ég er hrædd.

Það ER eitthvað að fara að koma fyrir hana

Ég er hrædd um að ef ég held ekki á henni út í bíl í hvert skipti sem við förum út, að þá kemur einhver og keyrir á hana.
Ég er hrædd um að ef hún situr ekki í innkaupakerrunni eða er í fanginu á mér þegar við erum út í búð, að þá er einhver að fara að taka hana þegar ég sný mér frá.
Ég er hrædd um að ef ég missi sjónar á henni úti, að þá sjái ég hana ekki aftur.
Ég hef alltaf verið þannig að ég hef stanslausar áhyggjur af einhverju, svo þegar ég eignaðist barn þá færðist það allt yfir á hana, sem er auðvitað ekki í lagi.
Þetta hætti að vera “basic” áhyggjur og varð lamandi ótti. Þetta var ekki “Það er kannski eitthvað að fara að koma fyrir”, þetta varð “Það ER eitthvað að fara að koma fyrir”

13335906_1644958602491673_7946976003039106446_n
Ég er bara svo hrædd um að eitthvað komi fyrir hana.

Ekki heilbrigð hugsun

Það gefur augaleið að þetta er ekki heilbrigt, hvorki fyrir mig né hana. Enda er ég farin að vera meðvitaðri um þetta og er að taka skref í áttina að því að minnka þessa “ofverndunnar-þyrlumömmu” sem ég er stundum.
Ég vil ekki ofvernda barnið mitt, það er ekki gott uppeldi. Maður meinar kannski vel og er með hjartað á réttum stað, en þetta gerir hvorugri okkar gott.

Að hugsa svona er þreytandi. Það dregur úr manni alla orku að vera stanslaust búin að ákveða að það sé eitthvað slæmt að fara að gerast og vera að hugsa um hvernig maður á að koma í veg fyrir það.
Þetta gæti tengst kvíða, mér þykir það líklegt.
Ég er sem betur fer orðin meðvituð um þetta og ætla mér að laga þetta, okkar beggja vegna.

Ég hef bara aldrei verið jafn hrædd við að missa einhvern eða eitthvað síðan hún fæddist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum