fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vissir þú þetta um ketti ?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 9. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að elska ketti. Þessir litlu sjálfstæðu hnoðboltar halda okkur kattaeigendum á tánum. Þeir vilja ást og umhyggju akkúrat þegar þú ert í hrókasamræðum á Facebook Messenger að skipuleggja næsta saumaklúbb. Svo vilja þeir ekkert með þig hafa þegar þú býður þeim að koma og kúra með þér yfir Netflix. Svo má alltaf minnast á þá ketti sem eru svo óforskammaðir að þeir vekja þig um miðja nótt til að sníkja mat, eða bara til að segja HÆ! Kettir eru dularfull dýr og við mannfólkið eigum oft erfitt með að lesa í hegðun þeirra nákvæmlega hvað það er sem þeir vilja frá okkur. Hér er smá samantekt af kattarstaðreyndum sem þú getur slegið um þig með í næstu samræðum við köttinn þinn.

  1. Kettir mjálma bara til að eiga í samskiptum við okkur mennina.  Næst þegar kisan þín mjálmar til þín, vertu kurteis, mjálmaðu til baka.
  2.  Ef kötturinn þinn hylur ekki hægðirnar sínar þá er hann að ögra þér. Hann er að sýna þér að hann sé sko ekki hræddur við þig. Kannski er hann ósáttur við ástandið á kattasandinum, kannski færðiru uppáhalds stólinn hanns 10 sentímetra til vinstri. Kettir geta verið smámunasamir svo það verður sennilega vandasamt að finna út hvað þú gerðir sem stuðaði köttinn svo mikið að hann gefi bókstaflega skít í þig.
  3. Kettir þrífa sig mikið en þeir gera það ekki bara til að verða hreinni heldur líka til að slaka á eða kæla sig.
  4. Kisan þín kemur ekki heim með dauð (eða ekki svo dauð) smádýr vegna þess að henni  líkar ekki maturinn sem þú gefur henni. Gjafirnar færðu því kisan þín lítur á þig sem einn af fjölskyldunni en finnst þú hálf lélegur köttur. Hún er því að færa þér þessar „gjafir“ því hún er að þjálfa þig í að verða betri köttur. Hún eiginlega bara að segja : „Hættu þessum manneskjustælum og lærðu að kattast“
  5. Í smábænum Talkeetna í Alaska var kötturinn Stubbs bæjarstjóri í tvo áratugi, eða frá 1997 og þar til hann lést árið 2017.   „Hann er góður. Líklega sá besti sem við höfum haft“, þetta hafði íbúi bæjarins að segja um hann Stubbs.
  6. Kettir sofa um það bil 2/3 hluta úr deginum. Níu ára köttur hefur því aðeins verið vakandi í 3 ár af lífinu sínu ! Af þessum takmarkaða vökutíma eyða þeir um þriðjungi í að þrífa sig.
  7. Kettir geta snúið eyrunum sínum um 180 gráður.
  8. Mal í ketti þýðir ekki endilega að hann sá glaður. Kettir mala nefnilega líka þegar þeir eru stressaðir. Vísindafólk hefur haldið því fram að með mali sé kötturinn að „lækna sjálfan sig“.  Líklegast þykir að mal sé samskiptaleið kattarins og mögulega leið til heilunar
  9. Kettir hata breytingar. Breytingar í umhverfi þeirra geta valdið því að þeir hagi sér eins og þeir séu veikir. Þeir geta jafnvel  hætt að borða og kastað upp af stressi.
  10. Þó að hundar elski magaklór þá eru flestir kettir ekki á sama máli. Maginn á köttum er þeirra viðkvæmasti staður og ef kötturinn þinn rúllar sér á bakið og sýnir á sér magan getur verið freistandi að klóra eða klappa honum þar. Passaðu þig þó því þetta gæti verið gildra ! Kötturinn er að sýna þér mikið traust þegar hann sýnir svona á sér magann en margir kettir taka því þó miður vel þegar þeim er klappað þar, læsa klónum um hendur og bíta.  Sumir kettir láta sig þó hafa það, jafnvel biðja um magaklór og ef þinn köttur er einn af þeim þá ertu heppnari en blaðamaður sem verður seint ráðinn sem handafyrirsæta.

Þá veistu það ! Kettir voru tilbeðnir í Egyptalandi til forna en flestir kattaeigendur vita að kettir svo sannarlega tilbeðnir enn daginn í dag, og þá yfirleitt af eigendunum sem sjá ekki sólina fyrir blessuðum kisunum enda eru þær bara svo algjörlega ómótstæðilegar.

Bæjarstjórinn Stubbs á góðum degi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.