fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Katrín Ósk: „Fyrirgefning breytir ekki fortíðinni, en hún getur breytt framtíðinni“

Amare
Mánudaginn 31. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Hvert okkar ber með sér þunga bagga sem við eigum erfitt með að hrinda af okkur. Þessir baggar leggjast á okkur af mismunandi ástæðum.
Ég hef burðast með einn slíkan í nokkur ár og ég virðist aldrei ætla að ná að losa mig við hann. Því baggarnir okkar hverfa ekki fyrr en við náum að horfast í augu við þá, leysa úr þeim og fyrirgefa okkur, ef við á.“ Segir Katrín Ósk í færslu sinni á Amare.

Það er margt sem að ég vil geta fyrirgefið mér. Litlir hlutir, eins og þegar ég var svo leiðinleg við Svenna í danstíma í 6. bekk, af því að hann náði að bjóða mér upp áður en skotið mitt náði því. Svo ég dansaði við hann í krumlu allan tímann og meiddi hann duglega í fingrunum. Enn þann dag í dag langar mig að biðjast afsökunar á þessu. Sorry Svenni!
Lífið væri ansi gott ef allir baggar væru svona litlir og ómerkilegir. Ekki að fingurnir á Svenna séu ómerkilegir, þeir vinna gott verk, býst ég við.

Mín stærstu vonbrigði við sjálfa mig er hvernig ég stóð að dna-máli með drenginn minn. Ég veit að vísu að ég gerði allt rétt, á þeim tíma, í þeim aðstæðum. Ég vann hlutina eins rökrétt og varlega og ég mögulega gat. En útkoman var sorgleg og bylti niður fólki sem átti það ekki skilið.
Margoft hef ég reynt að horfast í augu við þetta tímabil, greint hvert einasta skref, deilt með 10 og margfaldað með kvaðratrótinni. Svarið er aldrei fyrirgefning fyrir mig sjálfa.

Enn þann dag í dag get ég ekki horfst almennilega í augu við aðrar manneskjur sem málið snerti. Eins mikið og ég þrái það. Eins innilega og mig langar til að tala við þau og sýna þeim hversu hlýtt ég hugsa til þeirra. Ég fölna og lít út eins og ég hafi séð draug við það eitt að heyra ákveðið nafn. Ætli ég voni ekki að þau sjái þessi orð mín og meðtaki þau í hjarta sitt. Það væri nóg fyrir mig, að vita að þau vissu.

Fyrirgefning er það göfugasta og fallegasta sem við getum boðið fólkinu í kringum okkur. Engin tilfinning er eins frelsandi og að finna manneskju taka við afsökunarbeiðni þinni og umvefja þig ást. Hlutirnir falla aftur í sinn stað.

Ég mun enn vinna að því hvern dag fyrir sig að geta veitt sjálfri mér þessa gleði, þessa umbun. Og ég bið ykkur öll að gera slíkt hið sama. Hvort sem það er að frelsa ykkur sjálf eða aðra í kringum ykkur.

Göngum inn í nýtt ár án farangurs sem þyngir spor okkar. Fyrirgefning breytir ekki fortíðinni, en hún getur breytt framtíðinni, og það er þangað sem við erum að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.