fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Gagnrýnd fyrir að kaupa yfir 350 jólagjafir fyrir börnin sín – Segist bara ofdekra börnin um jólin

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 28. desember 2018 19:00

Þriggja barna móðir sem kaupir fleiri hundruð gjafa fyrir börnin sín hver jól, hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið. Hefur hún fengið ljót skilaboð frá fólki sem segir að hún sé eigingjörn og ógeðsleg vegna þess hvað hún kaupir marga pakka fyrir börnin sín og að hún ætti frekar að gefa gjafirnar til þeirra sem ekkert fá.

Amanda Tapping er þrjátíu og átta ára gömul þriggja barna móðir sem býr á Isle of Man. Amanda hefur viðurkennt að hún eyði um þrjú hundruð þúsund krónum í um 350 jólagjafir handa börnunum sínum hver jól. Segist Amanda hafa mætt miklum fordómum fyrir gjafakaupin en hún hefur yfir 17 þúsund fylgjendur á Instagram. Margir hafa sagt Amöndu að hún skilji ekki tilgang jólanna og að börn hennar muni alast upp ofdekruð.

Amanda viðurkennir að um jólin ofdekri hún börnin sín en á öðrum dögum ársins geri hún það ekki. Samkvæmt Indy hafa margar fréttaveitur um allan heim fjallað um jólagjafainnkaup Amöndu.

„Það sem ég elska við jólin eru töfrarnir, tíminn sem ég eyði með fjölskyldu minni og að sjá svipinn á börnunum mínum þegar þau opna gjafirnar. Ég fer klárlega yfir strikið á jólunum með fullt af gjöfum og mat en ég vil eiga góðan dag. Ef þú spyrð mig hvort ég ofdekri börnin mín þá myndi ég segja að ég geri það á jólunum já, en ekki á öðrum dögum ársins. Þrátt fyrir allt það slæma sem sagt hefur verið um mig undanfarið þá var það þess virði þegar börnin mín opnuðu gjafirnar. Að sjá litlu andlitin þeirra, allir voru hamingjusamir. Það var æðislegt.“ Segir Amanda.

Það voru þó ekki allir sem töluðu niður til hennar en hún fékk einnig skilaboð frá fylgjendum sínum sem sögðu henni að hlusta ekki á neikvæðnina, þetta væru hennar peningar sem hún ynni hörðum höndum fyrir og að hún réði nákvæmlega hvað hún gerði við þá.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði