fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Fimm hlutir sem gætu reynst vel fyrir þá sem glíma við skammdegisþunglyndi

Amare
Föstudaginn 28. desember 2018 09:30

Á þessum tíma árs á ég það til að fá það sem kallað er skammdegisþunglyndi. Ég á það til að verða verri í skapinu og finn oft vanlíðan ganga yfir mig hægt og rólega. Þá finnst mér mjög mikilvægt að reyna að halda mér jákvæðri og skipulegri til þess að halda andlegu hliðinni í jafnvægi.

Hér eru nokkrir hlutir sem hafa hjálpað mér að halda í hamingjuna og jákvæðnina í skammdeginu.

Byrja daginn með jákvæðum hugsunum.

Ég byrja alla dag á því að hugsa um hvað ég get verið þakklát fyrir og hvað ég er heppin með. Stundum þegar mér leið sem verst valdi ég mér bara ákveðna tölu t.d. ég ætla að hugsa um 3 hluti á hverjum morgni sem ég get verið þakklát fyrir.

Halda mér upptekinni.

Mér finnst mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni svo ég detti ekki í þunglyndi en passa samt að gera það skipulega og að hafa ekki of mikið að gera þar sem það getur haft sömu áhrif.

Taka vítamín.

Þar sem ég er með vítamínskort á ég það til að verða þreytt og getur það ollið vanlíðan. Það er mér því mjög mikilvægt að vera dugleg að taka vítamín og fá frá þeim orku og vellíðan.

Forðast að gera hluti sem láta mér líða illa/valda mér kvíða.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt en ég reyni þá frekar að fara inn með jákvæðum hug og reyni frekar að líta á jákvæðu hliðarnar á málunum og ekki leyfa kvíðanum eða vanlíðaninni að taka völdin.

Umkringja mig með fólki sem mér þykir vænt um.

Ég reyni að vera dugleg að plana eitthvað skemmtilegt með stelpunum. Taka kósí kvöld með Símoni eða taka mér tíma í að leika við Máney Rós.

Þessir 5 hlutir hafa nýst mér vel við að halda þunglyndinu niðri en svo er það auðvitað misjafnt eftir hverjum og einum.

Færslan er skrifuð af Kristbjörgu Ástu og birstist upphaflega á Amare.is

Amare
Amare.is er mæðra og lífstílsblogg sem haldið er úti af: Bryndísi Steinunni, Fjólu, Guðlaugu Sif, Jóhönnu Maríu, Kristbjörgu Ástu, Katrínu Ósk, og Kristjönu Rúnu. Við erum allar mjög ólíkar og deilum meðal annars fjölbreyttum frásögnum, uppskriftum, DIY verkefnum og fleira. Hægt er að fylgjast með okkur á facebook, snapchat og instagram undir Amare.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið