fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

9 vinsæl áramótaheit og hversu líklegt sé að þú náir þeim

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 28. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt ár, ný þú? Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, þá er það ekki líklegt. Það að ætla sjálfum sér að verða ný manneskja á komandi ári er stór beiðni sem erfitt er að fylgja. En það þýðir samt ekki að þú getir ekki sett þér áramótaheit, þú gætir bara prófað að hafa þau ekki mjög stór.

„Lykillinn er að setja sér markmið sem eru ekki of víðtæk,” segir Amanda Stemen, eigandi sálfræðimeðferðarstofunnar FUNdaMENTALs í viðtali við HuffPost.

„Áramótaheitin þurfa að vera gáfuleg: nákvæm, mælanleg, að hægt sé að ná þeim, raunveruleg og tímaleg.”

Huffpost fékk lesendur sína til þess að senda þeim inn þau markmið sem þau hafa ákveðið að setja sér á næsta ári og Amanda, ásamt öðrum sérfræðingum fór yfir markmiðin og gaf þeim einkunnir á skalanum 1-5 eftir því hversu auðvelt væri að ná þeim.

1.Ég eyði of miklum tíma á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram. Hvernig get ég minnkað notkun mína á þessum miðlum?

Einkunn: 3/5

Það að ná þessu markmiði, hefur mikið að segja um atvinnu einstaklingsins. Mikið af fólki í dag, starfar við eitthvað sem tengist samfélagsmiðlum. Það getur því verið mikilvægt fyrir það fólk að halda tengingunni við samfélagsmiðla. Ef staðan er svoleiðis þarf virkilega mikinn aga og markmiðasetningu til þess að ná að minnka notkunina. Ef fólk er hins vegar að birta mikið af persónulegum færslum utan vinnunnar þá ættu þau að spyrja sjálft sig að tilganginum. Hver ástæðan fyrir birtingunni sé. Ef þú getur, vinnunar vegna þá ættir þú að prófa að taka þér algjörlega pásu frá samfélagsmiðlum og sjá hvernig það lætur þér líða, sérstaklega þeim síðum sem þér finnst virkilega ávanabindandi. Eftir það getur þú séð hvort að þig langi raunverulega að halda áfram að vera á samfélagsmiðlum. Þú stjórnar því hvernig og af hverju þú notar samfélagsmiðla, ekki öfugt.

2.Ég hef verið að eyða allt of miklum peningum í heimsendingu á mat. Á næsta ári langar mig til þess að elda meira heima.

Einkunn: 4/5

Það að lenda í fjárhagserfiðleikum leiðir yfirleitt af sér mikla breytingu í lífi okkar. Það er líklegt að áhyggjur fólks minnki þegar það áttar sig á því hvað það sparar mikinn pening á því að hætta að panta sér heimsendann mat og stoltið sem fylgir því að elda hollan og góðan mat eykur líka líkurnar á því að fólk standi við þetta heit. Mikilvægt er að setja sér markmið sem er mælanlegt. Til dæmis ef þú varst vanur að panta þér mat fjórum sinnum í viku, getur þú minnkað það niður í tvisvar sinnum. Svo er líka mikilvægt að skipuleggja innkaup og gera matseðil.

3. Ég þarf að vera virkari í stefnumótalífi mínu en ég þoli ekki að opna stefnumótaforritin í lífi mínu. Á þessu ári ætla ég að vera betri í því að fylgja þeim sem ég passa saman við eftir.

Einkunn: 3/5

Það getur verið erfitt að halda þessu markmiði þar sem það er auðvelt að finnast yfirþyrmandi hversu marga eða fáa einstaklinga þú passar saman við. Það er því auðvelt að verða vonlaus og detta í þá hugsun að þú eigir aldrei eftir að hitta þann rétta. Stundum getur því verið gott að gefa sjálfum sér frí frá stefnumótaforritum. Það getur verið gott fyrir fólk að minnka notkun sína á stefnumótaforritum og fara út og kynnast fólki á gamla mátann.

4. Ég vil vinna í þeirri vináttu sem ég á nú þegar og vera hugulsamari vinur. Hvernig geri ég það án þess að líða eins og “to do” listinn minn sé bara að lengjast?

Einkunn: 3/5

Það þarf ekkert að sykurhúða þetta svar. Það að halda uppi vinskapi og hittingum þegar þú ert nú þegar með langan lista af verkefnum og allt of lítinn tíma mun vera erfitt. Þú þarft að hafa vilja og þarft að leggja þig fram. Vinirnir þurfa líka að leggja á sig og gefa þér tíma. Það þarf tvo til þess að halda sambandinu. Vonandi hafa vinir þínir líka áhuga á því að byggja upp vinskapinn. Ef þú reynir að leggja þig fram og byggja upp góðan vinskap en finnst þú ekki fá vinskapinn endurgoldinn þá er það ekki þess virði að leggja sig svona fram um breytingu. Stundum er bara betra að viðurkenna vinskapinn eins og hann er orðinn.

5. Árið 2019 langar mig til þess að byrja að borða rétt. Stundum er ég að borða ekki vegna þess að ég er í raun og veru svangur heldur vegna þess að mér leiðist, er stressaður eða þarf pásu.

Einkunn: 2/5

Það að borða rétt er frábært markmið, en fyrst þarft þú að kafa dýpra og komast að því hvað sé að valda þér stressi og af hverju þér leiðist og leitir því í ísskápinn. Það að taka mataræði sitt í gegn verður að fylgjast að við það að taka andlega heilsu sína í gegn líka. Þú þarft að hafa viljann til þess að takast á við tilfinningar þínar. Þegar fólk borðar vegna leiðinda eða áhyggja er það vanalega til þess að forðast þær tilfinningar. Fólk þarf því að byrja á því að átta sig á því af hverju þessar tilfinningar koma upp og leyfa þeim að ganga yfir.

6. Ég og maðurinn minn erum vön að hanga í sitthvorum símanum þegar við eyðum tíma saman. Mig langar ti þess að eiga meiri gæðastundir á nýja árinu og lausn mín er að hætta að nota símann þegar við borðum kvöldmat saman og ætla að biðja manninn minn að gera það sama.

Einkunn: 4/5

Ef bæði eiginmaðurinn og konan setja sér þetta markmið þá gæti þetta heit þeirra gengið vel. Erfiðleikarnir eru að farsímarnir okkar veita okkur gleði. Við fáum ánægju í gegnum dópamín sem leysist út þegar við skoðum símann okkar og áhyggjur okkar minnka vegna kortisól aukningar í líkamanum. En markmið þessarar manneskju er mjög skýrt og klárt. Að hætta notkun símanna á kvöldmatartíma. Staðfesta kemur fólki langt og sérstaklega þegar kemur að erfiðum markmiðum. Slökkvið á símanum og setjið hann ofan í skúffu á meðan þið borðið, passið að hinn aðilinn geri það sama. Gerið það fyrir hvort annað, ef þið eigið í erfiðleikum með að gera það fyrir ykkur sjálf.

7. Mig langar að auka á spennu í lífi mínu og skapa fleiri skemmtilegar minningar með fjölskyldu minni. Þýðir þetta að ég verði að eyða meiri pening?

Einkunn: 5/5

Peningar=Skemmtun er samfélagsleg gildra sem er auðvelt að falla í. Þú þarft ekki að eyða meiri peningum til þess að skapa minningar með fjölskyldunni. Það er mjög vel hægt að ná þessu markmiði með smá skapandi hugsun og metnaði. Hugsaðu til þess að barn sem fær gjöf, hefur oft meira gaman að kassanum sem gjöfin var í heldur en gjöfinni sjálfri. Skoðið á netinu hvað sé hægt að gera skemmtilegt saman og búðu til lista yfir það hvað ykkur langar að gera. Það mun koma þér á óvart hversu mikið er hægt að gera án þess að það þurfi að kosta mikla peninga.

8. Mig langar að byrja að vakna fyrr á morgnanna á virkum dögum svo að dagarnir mínir byrji ekki í jafn miklu stressi. Ég myndi vilja hafa nægilega mikinn tíma á morgnanna til þess að fara á æfingu, skrifa í dagbók eða hugleiða.

Einkunn: 2/5

Það gæti verið erfitt að ná þessu markmiði þar sem einstaklingurinn hefur ekki gert neina áætlun um það hvernig hann ætlar að ná því að vakna fyrr. Þetta er of víðtækt markmið. Einstaklingurinn veit ekki hvenær hann vill vakna eða hvenær hann ætlar að fara að sofa. Það yrði einfaldara að ná þessu markmiði ef manneskjan myndi setja sér tímamörk og skipuleggja hvað hann ætlar að gera hverju sinni þegar hann vaknar.

9. Ég vil finna góðgerðastarf eða stofnun til þess að vinna sjálfboðaliðastarf á næsta ári. Ég reyni að borga í mismunandi góðgerðastörf þegar ég get en ég myndi vilja geta gefið meira af tíma mínum.

Einkunn: 4/5

Miðað við mörg önnur áramótaheit þá er auðvelt að framfylgja þessu. Það er mikið af sjálfboðaliðastörfum sem hægt er að sækja um að taka þátt í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.