fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Uppáhalds jólahefð Margrétar er að vera búin að kaupa allar gjafir í nóvember – Á enn eftir að taka hefðina upp sjálf

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 16:00

Margrét Björk Jónsdóttir er tveggja dætra móðir og starfar sem blaðakona hjá Vikunni. Þar hefur hún skrifað fjöldann allan af virkilega góðum og jafnframt átakanlegum viðtölum. Uppáhalds jólahefð Margrétar er að vera búin að kaupa allar jólagjafirnar í nóvember. Þá hefð hefur hún reyndar ekki enn tekið upp enn þá.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?

Alls ekki.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Í forrétt er forláta fiskréttur sem er leyniuppskrift fjölskyldunnar og hefur verið ómissandi hefð á jólunum í næstum 30 ár. Í aðalrétt er klassískur hamborgarhryggur, en eftirrétturinn er enn þá óákveðinn.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Ég er nokkuð sveigjanleg með allar hefðir, en eitt af því sem má alls ekki klikka er að hafa hreint á rúmunum á aðfangadag.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín, ef einhver?

Þessi er auðveld! Það er að vera búin að kaupa allar jólagjafir í nóvember, og njóta aðventunnar laus við allt stress. Reyndar er ég ekki búin að taka upp þessa hefð enn þá, en ef ég væri það væri þetta uppáhalds hefðin mín.

Eftirminnilegustu jólin?

Það var ansi eftirminnilegt eitt árið þegar vatnslögn sprakk á neðri hæðinni heima korter í sex á aðfangadag. En allra eftirminnilegustu stundirnar tengjast samt dætrum mínum. Til dæmis var það ansi hressandi í fyrra þegar spennan og æsingurinn yfir stærsta pakkanum breyttist á augabragði í hatrömm slagsmál milli þeirra, þá 2 og 4 ára, um hvor mætti vera á undan að prufukeyra rafmagnsbílinn sem var í pakkanum. Á þeirri stundu lærði ég að sameiginlegur pakki er aldrei góð hugmynd.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Band Aid- Do They Know It‘s Christmas. Frumlegt svar, ég veit.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Ótrúlegt en satt hefur það aldrei gerst. Jólasveinninn var mjög þolinmóður þegar ég var yngri.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Aðfangadagur er miklu skemmtilegri, ég verð oft eitthvað hálf meir og lítil í mér á gamlárskvöld, hvað er það?

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Neibbs.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið