fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Snapparinn Aldís pantar sér pizzu á meðan hinir borða skötu

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 10:00

Aldís Björk hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarin ár og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð gríðarlegum vinsældum enda ótrúlega jákvæð, hress og uppátækjasöm. Aldís viðurkennir fúslega að hafa fengið kartöflu í skóinn, en segir það þó hafa verið vegna þess að hún bað um það:

Borðar þú skötu á þorláksmessu?

Nei ég er ekki mikill aðdáandi af skötu þannig að ég er vön panta mér bara pizzu í staðin meðan hinir borða skötu.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Pabbi minn er kokkur þannig að það er alltaf hlaðborð af góðum réttum. Í ár verður Beef wellington, hamborgarhryggur og nokkrir grænmetis réttir fyrir okkur sem borðum ekki kjöt.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Baggalúts jólatónleikum. Ég fer á hverju ári og byrja ekki að hlakka til jólanna fyrr en ég labba út af tónleikunum þeirra.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Fyrir utan Baggalút þá myndi ég segja að sitja í sófanum og horfa á jólamyndir með fjölskyldunni.

Eftirminnilegustu jólin?

Jólin árið 2010 voru alveg ótrúlega góð.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Öll jólaplatan hans Micheal Bublé.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Já, en bara útaf því ég bað um það. Ég elskaði kartöflur þegar ég var yngri (og geri enn í dag haha).

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Ég get ekki valið á milli út af því að þetta eru svo mismunandi hátíðir.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Nei ég er ekki vön að gera það.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði