fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Sigrún Sigurpáls hefur alltaf klúðrað möndlugrautnum: „Ég er búin að vera í stífum æfingum og held ég negli þetta í ár“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 11:30

Sigrún Sigurpáls er einn þekktasti þrifasnappari landsins. Með henni fylgjast þúsundir manna í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat þar sem hún gefur góð þrifa- og heimilisráð. Þrátt fyrir að vera virkilega handlagin þegar kemur að heimilinu hefur Sigrúnu tekist að klúðra möndlugrautnum ár eftir ár:

Borðar þú skötu á Þorlàksmessu?

Nei ég borða hana ekki og það er ekki hefð hjá mér en ég væri alveg til í að borða hana því mér finnst stemningin í kringum þetta heillandi.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Við erum með mödlugraut í hádeginu, grafinn lax á ristuðu brauði í kaffinu og svo erum við alltaf með hamborgarhrygg í kvöldverð.

Hverju finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Það eru engin jól án Machintosh!

Hver er uppáhalds jólahefðin þín ef einhver?

Besta hefðin er möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Þá kemur tengda fjölskyldan mín í graut. Hingað til hef ég reyndar klúðrað honum og endað á að hringja i tengdamömmu sem kemur þá með graut með sér i boðið en ég er búin að vera í stífum æfingum frá því í fyrra og held ég negli þetta í ár! En ein hefð var aldrei í uppáhaldi en mér fannst aaafar leiðinlegt að þurfa að fara með mömmu í messu sem barn. Enda ekki þekkt fyrir að eiga auðvelt með að sitja kyrr svo þú getur rétt ímyndað þér..

Hvert er uppáhalds jólalagið þitt?

Dansaðu vindur (Eivør) og Þegar jólin koma (upphaflega útgáfan, Magni Ásgeirsson).

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Ég man í alvörunni ekki eftir því?

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamalársdagur skemmtilegri?

Mér finnst bara bæði betra. Ég get ekki gert upp á milli þar sem stemningin á þessum tveimur dögum er svo ólík en jafn dásamleg ef maður er bara í faðmi fjölskyldunnar.

Ætlar þú að strengja àramótaheit?

Ég er ekki farin að hugsa svo langt, en ég strengi aldrei stór áramótaheit því mér finnst betra að setja mér markmið fyrir styttri tímabil í einu yfir allt árið.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði