fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Gerður passaði sig alltaf að vera einstaklega stillt þegar jólasveinarnir voru í bænum

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 21:00

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush hefur séð fullorðnum Íslendingum fyrir mjög svo gleðilegum jólum (ásamt gleði á öðrum dögum ársins) síðan hún opnaði kynlífstækjaverslun sína árið 2012. Gerður hefur ferðast um allan heim og sankað að sér allskonar fróðleik þegar kemur að kynlífi og hefur hún deilt fróðleik sínum með áhugasömum í gegnum Snapchat. Gerður passaði sig ávallt að vera stillt í desember og fékk hún því aldrei kartöflu í skóinn:

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?

Nei hef aldrei gerst svo fræg að smakka skötu. Það hefur ekki verið hefð í minni fjölskyldu að borða skötu og þess vegna hef ég ekki verið að sækjast neitt sérstaklega eftir því. En lyktin kemur alveg í veg fyrir það að ég þori að smakka hana. Ég er samt ekki mjög matvönd almennt, og á hverju ári hugsa ég um að smakka hana en svo finn ég lyktina og hættu snögglega við. Hver veit hvað gerist þetta árið.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Ég er ekki alveg viss. Eg verð með pabba um jólin og veit að hann mun galdra fram eitthvað meistara verk fyrir okkur eins og öll önnur jól. En það hefur verið mjög breytilegt síðustu ár.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Þessi jólin eru frábrugðin öðrum jólum síðustu ára þar sem ég er að halda jól í fyrsta skipið án barnsins míns í níu ár. Ég verð að viðurkenna að það hefur haft mikil áhrif á það að ég sé ekki að ná að koma mér í almennilegt jólaskap. Það verður því ansi tómlegt þetta árið að opna pakkana án hans. En við munum halda litlu jólin saman og vonandi kallar það fram jólaskapið hjá mér.

Hvað er uppáhalds jólahefðin þín, ef einhver?

Jólin fyrir mér er góður matur og fjölskyldan.

Eftirminnilegustu jólin?

Síðustu ár höfum við Hektor verið dugleg að horfa á klassískar myndir saman í kringum jólin og án efa er Home alone okkar uppáhalds. Það hefur því orðið að hefð hjá okkur að horfa á hana á jóladag saman. Einnig finnst mér skemmtileg hefð sem við vinkonurnar höfum skapað okkar, að hittast í byrjun desember og baka jóla smá kökur. Það hjálpar manni svo sannarlega að komast í jóla skap.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Dansaðu vindur, kemur mér alltaf í jólaskap.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Haha nei ekki svo ég muni. Ég passaði mig alltaf einstaklega vel að vera stillt og góð þegar að jólasveinarnir voru að gefa í skóinn.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Úfff erfitt val. Ég hugsa aðfangadagskvöld. En annars finnst mér báðir dagarnir mjög skemmtilegir. Og oftast rosalega ólíkir.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Nei það ætla ég ekki að gera. En ég er þó búinn að setja mér markmið fyrir næsta ár og næstu árin. Því ég trúi því að allir ættu að vera með markmið til að stefna að.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði