fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sólborg fær sér ekki skötu: „Ég kýs að borða góðan mat“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum undanfarið. Sólborg slóst í för með Áttunni fyrr á þessu ári og hafa landsmenn hlegið mikið að þeim uppátækjum sem þau hafa tekið sér fyrir. Einnig hefur síða Sólborgar á Instagram: fávitar, vakið mikla athygli á árinu. Þar opinberar Sólborg kynferðisleg skilaboð sem fólk fær send og með því reynir hún að vinna bug á kynferðislegu áreiti. Sólborg kýs að borða góðan mat og því ætlar hún ekki að fá sér skötu á Þorláksmessu.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?

Nei, það geri ég ekki. Ég kýs að borða góðan mat.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Ég ætla að gæða mér á hnetusteik og með því.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Að muna að anda í gegnum allt jólastressið. Þegar uppi er staðið skiptir það bara máli að manni sjálfum líði vel og fái að njóta þess að vera með fólkinu sínu. Allt annað er aukaatriði.

Hvað er uppáhalds jólahefðin þín, ef einhver?

Við fjölskyldan förum saman í kirkjugarðinn hvern aðfangadag. Það er falleg og dýrmæt hefð.

Eftirminnilegustu jólin?

Mér finnst þau öll eftirminnileg, en þau koma auðvitað eftir mis krefjandi ár. 2015 var persónulega erfitt hjá mér en einhvern veginn verður allt örlítið fallegra á jólunum. Það er það sem er svo dýrmætt.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Ein handa þér með Stefáni Hilmarssyni.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Já, mig rámar eitthvað í það, í eitt skipti.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Bæði aðfangadagur og gamlárskvöld eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er gott að geta kúplað sig út í smá stund yfir hátíðirnar og einbeitt sér eingöngu að því að elska og njóta með fólkinu sínu. Annars finnst mér eitthvað mjög fallegt við nýtt upphaf á nýju ári.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Á næsta ári ætla ég að kaupa minna, hugleiða meira og segja oftar nei, langi mig ekki til einhvers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.