fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Sigga Dögg heldur ekki í hefðir og vill hafa jólin allskonar: „Vil ekki heyra, sjá eða sniffa neitt sem minnir á skötu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 11:30

Sigga Dögg er einn helsti kynfræðingur okkar íslendinga. Nýlega gaf hún út bókina Kynvera sem er skáldsaga fyrir unglinga um ástina, samþykki og kynlíf. Sigga Dögg er mikil fjölskyldukona og nýtur hún aðventunnar í náttfötunum með sínum nánustu:

Borðar þú skötu á þorláksmessu?

Alls ekki! Vil ekki heyra, sjá eða sniffa neitt sem minnir á skötu.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Í fyrra fengu börnin að velja og þá var grjónagrautur og hangikjöt með kartöflum og uppstúf. Börnin hafa gefið grænt ljós á hangikjöt en forréttur er enn óráðinn. Í eftirrétt verða heimagerðar íssamlokur og litlar banana-karmellu- sykurpúða pizzur.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Að fjölskyldan nái saman í lifandi íslenskt jólatré og skreyti.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín, ef einhver?

Að njóta jólanna alla aðventuna með því að gera jólatengda hluti með fjölskyldunni eins og að skreyta piparkökuhús, horfa á jólabíómyndir, taka upp jólaskrautið, raula með jólalögum og vera öll jólin í kósí nàttfötum.

Eftirminnilegustu jólin?

Ein sérstaklega afslöppuð jól, og um leið skemmtilegustu eða leiðinlegustu, allt eftir því hvernig þú lítur á það, var þegar við fórum með krakkana til Puerto Rico. Allt öðruvísi jól en alls ekki síðri. Aldrei að vita nema jólin að ári verði uppi í sveit. Ég er ekki of heilög á hefðir, èg vil hafa þetta allskonar.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Hmmm erfitt að gera upp á milli þeirra en jólalögin hans Sigurðar Guðmundssonar verma hjartað.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Neits! Ég var mjög þægt barn… Sem hefði örugglega afneitað kartöflu ef hún hefði ruglast ofan í skóinn minn.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Aðfangadagur því hann er einhvern veginn fallegri þó ég sé reyndar alltaf með gjafakvíða… og svo er ég alls ekki hrifin af gamlárs en nýars er meira minn dagur, gamalt að baki og nýtt upphaf með ferskri orku og ótal tækifærum og möguleikum.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Frekar en að gera heit þà geri ég framkvæmdaróskalista fyrir árið framundan og lista upp verkefnum sem mig langar að sjá verða að veruleika og hvert og hvað við fjölskyldan stefnum á að ferðast og upplifa.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði