fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Elskar hann þig í raun og veru? – 11 vísbendingar um sannleikann

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 20. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann elskar mig, hann elskar mig ekki, hann elskar mig, hann elskar mig ekki? Hversu oft ætli þessi spurning hafi komið sér vel fyrir í huga kvenna um alla heim? Hversu margar konur ætli hafi tekið upp eina eða fleiri Baldursbrá í gegnum ævina og týnt eitt lauf af í einu í þeirri von um að síðasta laufið segi „hann elskar mig!“

Nú er þó engin þörf á því lengur og því hægt að leyfa öllum Baldursbránum að lifa áfram. Því samkvæmt Popsugar getur þú séð það nokkuð vel hvort hann raunverulega elski þig. Tekin voru saman ellefu merki þess að maki þinn elski þig í raun og veru:

1. Það mun ekki líða einn dagur í sambandi ykkar þar sem hann minnir þig ekki á hversu mikið hann elskar þig.

Þér líður alltaf eins og þú sért forgangsatriði í lífi hans. Loksins hefur þú fundið einhvern sem tekur þér ekki sem sjálfsögðum hlut.

2. Hann gerir allt sem hann getur til þess að vinna traust þitt.

Hann vill að þér líði vel og að þú sért örugg í sambandi ykkar. Traust skiptir því öllu máli og hann áttar sig á því. Hann veit að traust er ekki eitthvað sem er borið fram á fati, heldur veit hann að hann þarf að vinna fyrir því.

3. Hann verður hugrekki þitt þegar þú tapar þínu.

Sama hvert lífið fer með þig, hann stendur við bak þitt í gegnum alla veikleikanna. Hann verður við hlið þér í gegnum hvert skref lífsins. Hvetur þig áfram til sigurs og pakkar þér inn í fang sitt þegar þú ert buguð.

4. Hann hvetur þig áfram þegar þú þarft á því að halda.

Hann mun aldrei leyfa þér að gefast upp á draumum þínum. Jafnvel þegar þig langar bara að gefast upp. Drifkraftur hans til þess að ná sínum eigin draumum mun færast yfir til þín.

5. Þú ert alltaf falleg í hans augum.

Það að láta þér finnast þú vera falleg eru ekki bara orðin sem hann segir. Heldur það hvernig hann horfir á þig, snertir þig og kemur fram við þig.

6. Jafnvel þegar þú ert ekki upp á þitt besta.

Honum er alveg sama þótt þú sért í náttfötunum, nývöknuð með andfýlu. Það eina sem skiptir hann máli er að vera með þér.

7. Aðgerðir vega meira en orð er það sem hann fer eftir.

Það verða engin innantóm loforð og þér mun ekki finnast hann hafa gleymt þér.

8. Hann mun sanna það með öllum litlu hlutunum sem hann gerir.

Þarftu að láta sækja lyf fyrir þig en þarft að vinna fram eftir? Gleymdir þú hádegismatnum heima? Það skiptir engu máli hversu lítið það er, hann veit að það eru hlutirnir sem skipta mestu máli.

9. Með honum, finnst þér þú örugg.

Þú munt alltaf sofa róleg með hann þér við hlið.

10. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að hann muni særa þig.

Það er eðlilegt að verða ósammála í sambandi og jafnvel að rífast af og til. En það er engin ástæða til þess að gera hlutina persónulega, móðga viðkomandi og aldrei undir nokkrum kringumstæðum er ástæða til ofbeldis.

11. Hann mun standa við hlið þér að eilífu.

Það verða góðir tímar og það verða slæmir tímar. En í gegnum allt saman þá stendur hann við hlið þér. Hann vill vinna í hlutunum með þér af því að ást hans til þín er djúp. Hvaða maður getur verið við hlið þér á sólríkum dögum en aðeins sá sem virkilega elskar þig stendur við hlið þér með regnhlíf yfir þér á rigningardögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum