fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Heppin að vera á lífi eftir að hafa fallið ofan í varðeld: „Eldurinn brenndi mig alveg frá nefi og niður að mjöðm“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. desember 2018 12:19

Í júní á þessu ári fagnaði fjölskylda Söruh útskrift hennar með grillpartýi fyrir vini og fjölskyldu. Veislan gekk vel fyrir sig og ákváðu þau að kveikja varðeld saman. Eftir að hafa setið í dágóðan tíma við varðeldinn og innbyrða áfengi, stóð móðir Söruh upp en féll fram fyrir sig beint ofan í eldinn.

Sherri fyrir slysið

Sherri Tripp er fimmtíu ára gömul frá Montana. Sherri, móðir Söruh, féll með andlitið á undan sér ofan í eldinn og þegar hún reyndi að standa upp datt hún aftur ofan í hann. Síðan slysið gerðist hefur Sherri farið í átta aðgerðir og varð hún fyrir þriggja og fjögurra stiga bruna á höfði, andliti, bringu, brjóstum, höndum, baki og mjöðm. Sherri hafði miklar áhyggjur af útliti sínu og þá sérstaklega hvernig maðurinn hennar James myndi taka áverkum hennar.

En með mikilli ást og styrk frá James lærði Sherri að elska sjálfa sig aftur og eru þau nánari en aldrei fyrr. Sherri ákvað að deila myndum af sjálfri sér til þess að styrkja konur í sömu stöðu og til þess að láta þær vita af því að ef eiginmaður þeirra tæki þá ákvörðun að fara frá þeim vegna öra sem þær bera, þá eigi hann þær hvort eð er ekki skilið.

„Sem kona sem upplifði sig sem líkamlega óaðlaðandi þá velti ég því fyrir mér hvernig maki minn sæi mig,“ segir Sherri í viðtali við Daily Mail.

„Þú vilt vera aðlaðandi fyrir makann þinn og þegar slys eins og þetta gerist þá ferð þú að efast um sjálfa þig og veltir því fyrir þér hvort þú sért nógu góð. Það að finna fyrir stuðningi James hefur breytt öllu hjá mér. Í upphafi var erfitt að vera náin því hann var hræddur um að meiða mig, en ég sagði honum hvað ég gæti gert og hvað ekki. Þetta hefur bætt samskipti okkar sem pars mikið en ég hef lesið mér til um konur sem hafa misst maka sína eftir að hafa fengið brunasár. Ég man eftir einni konu sem framdi sjálfsmorð eftir að hafa brennt sig. Hún var bara um tvítugt, það er svo hræðilegt.“

Varðeldurinn sem settur var upp fyrir veisluna hafði verið grafinn ofan í jörðina á landi fjölskyldunnar og reyndist það Sherri því erfitt að komast upp úr þegar hún féll ofan í.

„Þetta hefur verið mjög erfitt. Eldurinn brenndi mig alveg frá nefi og niður að mjöðm.“

Sex mánuðir eru liðnir frá slysinu og er Sherri enn að vinna í því að ná bata.

Þegar slysið varð, hafði liðið á kvöldið og margir af gestunum farnir. Sherri hafði setið við varðeldinn með syni sínum en þegar hún stóð upp missti hún jafnvægið og datt ofan í holuna.

Dagurinn sem slysið varð

„Ég var í kjól, skyrtu með löngum ermum og jakka úr pólíester. Fyrsta hugsun mín var að ég þyrfti að reyna að komast upp úr eldinum en þegar ég reyndi að standa upp fylgdu steinarnir með mér. Ég reyndi að ná andanum, það var svo heitt. Ég reyndi eins og ég gat að komast upp en ég gat það ekki. Ég kallaði á hjálp en ég átti mjög erfitt með að koma frá mér orðunum. Ég bara gat ekki komið neinu hljóði frá mér. Loksins heyrði vinkona mín í mér og kom hún hlaupandi og dró mig upp.“

Eftir að vinkona Sherri, sem einnig brenndist, hafði náð að draga Sherri úr eldinum rúllaði Sherri sér um til þess að stöðva þá loga sem enn brunnu og klæddi sig síðan úr fötunum. Sonur Sherri kom hlaupandi að og hringdi á sjúkrabíl en vegna staðsetningar þeirra sögðu þeir honum að það yrði fljótlegra fyrir þau að keyra með hana á spítalann sjálf. Sarah, dóttir Sherri sat aftur í bílnum með móður sinni og gerði allt hvað hún gat til þess að móðir sín missti ekki meðvitund.

Enn er ekki víst hversu miklum bata Sherri mun ná en sum sár hennar eru enn að gróa og einnig er talið líklegt að hún muni ekki ná upp allri hreyfigetu.

„Ég vil ná til þeirra kvenna sem hafa lent í svipuðu og segja þeim að þær eiga skilið að vera verðmetnar að þeirra innri manneskju. Líf mitt er mikilvægara heldur en hár mitt, og hár mitt skilgreinir mig ekki. Heldur ekki húðin mín og heldur ekki örin mín. Ég ætla að halda áfram með líf mitt.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði