fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Jólahugleiðingar Stefaníu : „Söknuðurinn er sár og það er allt í lagi að gráta – líka á jólunum“

Vynir.is
Þriðjudaginn 18. desember 2018 10:30

Hugleiðing á jólatíma

Ég sit og horfi út um gluggann. Úti fellur jólasnjórinn rólega til jarðar. Allt í kring um mig eru jólaljós sem lýsa upp skammdegið. Innan úr eldhúsinu berst lyktin af nýbökuðum smákökum og jólalögin óma um allt hús. Já það styttist óðfluga í jólin – hátíð ljóss og friðar.

Á meðan að snjórinn fellur til jarðar fer ég að hugsa um þig – fallegasta engilinn á himnum. Þó ég hugsi til þín á hverjum einasta degi, allt árið um kring tek ég mun meira eftir þessum hugsunum á jólatímanum. Ég er handviss um að þú berir ábyrgð á snjónum enda vissir þú vel að snjórinn skipti mig miklu máli í jólaundirbúningnum. Frá því að ég var bara lítil stelpa hefur mér alltaf fundist snjórinn vera eitt helsta merki jólanna. Við þessa hugsun mína finn ég að tárin byrja að renna niður kinnarnar. Á sama tíma og tárin renna fer ég að brosa. Ástæðan fyrir þessu er einföld – ég er að hugsa um þig. Minningarnar hrannast upp í hausnum á mér hver á fætur annari. Mér hlýnar um hjartað við allar þessar fallegu minningar sem ég á og get ekki hætt að brosa. Ég leyfi mér samt líka að gráta, söknuðurinn er sár og hann verður einhvern veginn enn sárari um jólin.

Ég er samt búin að læra að það er allt í lagi að gráta – líka á jólunum. Þó að jólin séu oft tengd gleði og hamingju megum við ekki gleyma því að það er ekki svo einfalt hjá öllum. Sumir eyða jólunum í mikilli sorg eftir ástvinamissi, aðrir á spítala og sumir í aðstæðum sem manneskjan ræður ekki við. Þegar ég finn fyrir depurð hellast yfir mig á aðventunni hika ég ekki við að kveikja á kertum og leyfa huganum að reika – það er svo þægilegt.

Eftirmáli hugleiðingu

Við megum ekki gleyma að það er í lagi að sýna tilfinningar – líka um jólin. Þessi hugleiðing á að minna okkur á að hátíð í skugga sorgar er ekki ónýt hátíð. Leyfum okkur að syrgja ástvini sem eru ekki með okkur lengur. Rifjum upp minningar og njótum þess að eiga þær.

Kerti er órjúfanlegur hluti af jólunum í mínum huga. Það er líka einstaklega róandi að horfa á kertalogan þegar maður hugsar til ástvinna.

Verum dugleg að taka utan um fólkið okkar og segjum því hvað þau skipta okkur miklu máli. Við vitum nefnilega aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Gefum okkur tíma til syrgja, sakna og þakka fyrir þær minningar sem við eigum um látna ástvini. Þau verða alltaf hjá okkur þrátt fyrir að við sjáum þau ekki. Njótum jólanna í faðmi fjölskyldu og vina og sköpum skemmtilegar hefðir og minningar sem eiga eftir að lifa í hjörtum okkar til framtíðar.

Ef ykkur vantar fallegt lag til þess að hlusta á í jólaundirbúningnum mæli ég með þessu fallega lagi – en það falla alltaf mörg tár hjá mér þegar þetta kemur á spilunarlistanum.

Færslan er skrifuð af Stefaníu Hrund og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið