fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sonur Gillian fæddist andvana en persónusniðnar auglýsingar gerðu ráð fyrir að hún hefði átt heilbrigt barn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Gillian Brockwell fæddist andvana. Þegar hún snéri aftur á samfélagsmiðla eftir missinn tóku á móti henni persónusniðnar auglýsingar sem gerðu ráð fyrir því að hún væri annað hvort ennþá ólétt, eða að hún hefði fætt heilbrigt barn. Hún gagnrýnir tæknifyrirtæki í færslu á Twitter fyrir að reikna ekki með því að meðgöngu geti lokið með missi. 

Gillian var í sjöunda himni. Hún átti von á barni innan skamms og eyddi miklum tíma á netinu að plana barnaherbergið, skoða meðgöngufatnað og skoða færslur undir barna og meðgöngutengdum myllumerkjum á Twitter. Síðan dundi hörmungin yfir. Hún fór að finna fyrir verkjum og var hætt að finna fyrir  hreyfingum sonar síns. Sonur hennar fæddist andvana, aðeins 2 kíló að þyngd. Fyrst um sig var hún of miður sín til að fara á netið, en þegar hún loksins treysti sér til þess þá blöstu við henni auglýsingar sem miðaðar voru að meðgöngu og nýbökuðum mæðrum. Auglýsingunum var persónulega beint að henni, en áttu ekki við hennar aðstæður. Hún hafði komið heim af spítalanum tómhent.

Í færslu á Twitter gagnrýnir hún ónærgætnar persónusniðnar auglýsingar

„Ég veit að þið vissuð að ég var ólétt. Það er mér að kenna. Ég bara stóðst ekki myllumerkin á Instagram. Kjáninn ég smellti jafnvel einu sinni eða tvisvar á auglýsingar um meðgöngufatnað á Facebook.

Þið sáuð líklega hjartnæmu þakkarkveðjurnar til vinkvennanna sem mættu í steypiboðið mitt, og um mágkonu mína, sem flaug alla leið frá Arizona fyrir boðið, sem merkti mig á myndum. Þið sáuð mig líklega leita af „köflóttum jólameðgöngufatnaði“ og „málningu fyrir vöggur sem er örugg börnum“. Ég  er  nokkuð viss um að Amazon sagði ykkur hver setti dagurinn minn var, 24.janúar, eftir að ég bjó þar til sængurgjafalista.

En sáuð þið ekki líka  þegar ég leitaði af „eru þetta fyrirvaraverkir?“ og „barnið mitt er hætt að hreyfa sig“. Tókuð þið ekki eftir þessum þremur dögum af þögn, sem var afar óvanalegt fyrir virkan notanda eins og mig? Sáuð þið ekki tilkynninguna með lykilorðum á borð við „brotið hjarta“ og „vandamál“ og „andvana fæðing“ og tvö hundruð grátandi broskarlana sem vinir mínir settu við færsluna? Er það ekki eitthvað sem þið gætuð fylgst með?

Sjáið þið til, það eru 26 þúsund andvana fæðingar í Bandaríkjunum á hverju ári og milljónir í viðbót hjá notendum ykkar víðsvegar um heiminn. Leyfið mér að segja ykkur hvernig samfélagsmiðlar taka við manni eftir að maður snýr aftur heim frá spítalanum tómhentur, eftir að eyða heilu dögunum grátandi uppi í rúmi, og tekur upp símann fyrir örfáar mínútur til að dreifa huganum fyrir næsta grátkast. Það er algjörlega mannskemmandi, samfélagsmiðlarnir eru nefnilega nákvæmlega eins og þegar barnið var enn lifandi. Bumbubaun, móðurhlutverk, brjóstagjöf. Hver einasti hlutur af Etsy sem ég ætlaði að nota í barnaherbergið.

Og þegar við milljónir syrgjandi notenda, merkjum „Ég vil ekki sjá þessa auglýsingu“, og svörum jafnvel í kjölfarið spurningunni um hvers vegna við viljum ekki sjá téða auglýsingu með sorglega sanna svarinu „Auglýsingin höfðar ekki til mín“ vitiði hvað kóðinn ykkar ákveður þá, kæru tæknifyrirtæki?

Það ákveður að þú hafir fætt barnið, gerir ráð fyrir að allt hafi gengið vel og hendir á þig auglýsingum á borð við brjóstagjafahaldarar (Ég er með kálblöð á brjóstunum því það er það besta sem læknavísindin hafa uppá að bjóða til að losna við mjólkina), ráð til að fá börn til að sofa í gegnum nóttina (ég myndi gefa allt til að  heyra hann gráta yfirhöfuð) og bestu vagnarnir sem vaxa með barninu þínu (mitt barn mun aldrei verða þyngra en 2 kíló).“

Gillian biðlar í færslu sinni til tæknifyrirtækja að gera ráð fyrir því að meðgöngu ljúki ekki vel og vera meðvitaðir um að ekki allar mæður koma heim af fæðingardeildinni með barn.

„Í guðanna bænum tæknifyrirtæki, ég biðla til ykkar, ef þið eruð nægilega klár til að gera ykkur grein fyrir að því að ég hafi verið ólétt, að ég hafi fætt barn, þá eruð þið líklega nægilega klár til að sjá að barnið mitt dó, og getið miðað auglýsingarnar ykkar að því, eða kannski bara sleppt því alveg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.