fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kynning: Búðin Decor – Íslendingar eru sólgnir í þessi glæsilegu sófaborð

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 16:31

Systurnar Rakel og Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ótal margar vefverslanir á netinu og auðvitað jafnmismunandi og þær eru margar. Systurnar Rakel og Guðrún Jóhannesdætur opnuðu nýlega glæsilega netverslun undir nafninu Búðin Decor. „Við seljum afar vandaðar vörur fyrir heimilið og leggjum sérstaklega upp með að heimasíðan sé falleg og notaleg og að það sé gott að versla hjá okkur,“ segir Rakel.

Sófaborð sem rjúka út

Viðtökurnar við nýju sófaborðunum hjá Búðinni Decor hafa verið með ólíkindum. „Við byrjuðum fyrir stuttu að flytja inn falleg og stílhrein Present Time sófaborð og seldust þau það hratt upp að panta þurfti undir eins meira. Við erum að fá nýja sendingu á þessum stórskemmtilegu sófaborðum á næstu dögum og er undir eins kominn biðlisti . Ástæðan fyrir vinsældunum er líklegast sú hve borðin eru stílhrein og einföld. Þau sóma sér vel í hvaða umhverfi sem er og eru alger djásn inni á hverju heimili. Svo skemmir ekki fyrir hvað þau eru á ótrúlega hagstæðu verði,“ segir Rakel.

Hlýlegt fjölskyldufyrirtæki

Búðin Decor er lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af systrunum Rakel og Guðrún. „Mennirnir okkar eru líka duglegir að hjálpa til þegar þess þarf og ekki má gleyma mömmu og pabba sem eru ómetanleg. Við opnuðum búðina fyrir stuttu og höfum verið að standa í rekstrinum með sitthvort ungabarnið á handleggnum og tvær þriggja ára að skottast í kring.

Systurnar Rakel og Guðrún.

Við flytjum allt inn sjálfar og leggjum mikið upp úr því að velja fallegar og vandaðar vörur. Meðal þess sem fæst hjá okkur eru smærri húsgögn eins og sófaborð og hillur. Einnig erum við með eldhúsáhöld eins og ostarifjárn, brauðbox og marmarabretti. Að auki fást smávörur eins og vasar og kertastjakar. Ennfremur reynum við að vera með hagstæð og sanngjörn verð, sem er mögulegt í ljósi þess að Búðin Decor er fyrst og fremst vefverslun“ segir Rakel.

„Pop-up“ markaður

Þann 20. desember gefst svo tækifæri til þess að skoða þessar fallegu vörur með eigin augum, sem Búðin Decor býður upp á í vefversluninni. „Þá verður stór og skemmtilegur „Pop-up“ markaður á Garðatorgi í miðbæ Garðabæjar. Við ætlum að mæta með flott úrval  af vörunum okkar sem hægt verður að skoða og kaupa á staðnum. .

Kíkt‘í búðina

„Við systurnar erum frá Patreksfirði þar sem lengi vel var bara eina búð að finna. Þegar maður skaust í „búðina“ þá var ekkert vafamál hvert maður var að fara. Með því að opna vefverslun með vörunum okkar fannst okkur eins og við værum að stíga skref inn í framtíðina, en vildum þó alls ekki missa tenginguna við hlýlegu búðina úti á landi. Okkur fannst því ekki annað koma til greina en að verslunin okkar héti Búðin Decor og hvetjum alla til þess að kíkja í búðina okkar,“ segir Rakel.

Hægt er að skoða allar vörur Búðarinnar Decor á budindecor.is
Skoðaðu á Facebook
Skoðaðu á Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.