fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Svetlana vill að örin sín hjálpi öðrum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svetlana er með ör á yfir 50 prósentum líkamans eftir að brennast illa sem barn. Hún kom frá ofbeldisfullu heimili og hefur orðið fyrir aðkasti vegna öranna en lætur það ekki stoppa sig frá því að eltast við drauma sína. Hún nýtur vinsælda á samfélagsmiðlum í Rússlandi þar sem hún hvetur til líkamsvirðingar og er á lista BBC yfir 100 hvetjandi og áhugaverðar konur 2018. 

Þegar Svetlanda Alekseeva var barn var laus þráður á kjólnum hennar. Hún hafði áður séð móður sína brenna lausa þræði með kerti og hugðist leika það eftir. Kjóllinn hennar var úr ódýru gerviefni og fuðraði upp eftir að Svetlana bar eld að honum. Þegar móðir hennar kom að henni, nokkrum klukkustundum seinna, var Svetlana meðvitundarlaus á gólfinu og verulega illa brennd. Hún eyddi tveimur mánuðum á gjörgæsludeild þar sem henni var haldið sofandi og með brunasár á 50 prósent líkama síns.

Faðir Svetlönu hafði látist skömmu áður, og hóf móðir hennar þá að drekka mikið. Á meðan Svetlana lá þungt haldin á spítalanum kom móður hennar ekki í eitt einasta skipti að heimsækja hana og vanrækti Svetlönu gífurlega eftir að hún kom heim af spítalanum. Móðir Svetlönu gerði mikið grín af örunum hennar og beitti hana andlegu sem og líkamlegu ofbeldi. Meðal verstu tilvika sem Svetlana man eftir er eitt skipti sem móðir hennar beitti hana barsmíðum með járnröri og annað skipti þegar móðir hennar reyndi að drekkja henni í baðkari.

Það var mjög erfitt í skólanum, ég var niðurlægð á leikvellinum og heima var ég niðurlægð af móður minni. Mér fannst ég einskis virði, mín eigin móðir hafði hafnað mér, og ég reyndi að fyrirfara mér. Sex mánuðum síðan reyndi ég aftur.

Yfirvöld komu Svetlönu fyrir á barnaheimili þegar móðir hennar var ófær að sinna henni sökum drykkju. Skoppaði Svetlana á milli móður sinnar og heimilisins þó nokkru sinnum áður en henni var varanlega komið fyrir á barnaheimilinu.

Svetlönu dreymdi alltaf um að starfa sem fyrirsæta.

„Ég hef alltaf viljað vera módel en mér var sagt að það væri ómögulegt fyrir mig að sýna á tískusýningum vegna öranna minna“

Svetlana lenti í miklu aðkasti vegna öranna og var kölluð nöfum á borð við  „Freddy Krueger“ og „Frankenstein“. Hún lét þó aðkastið ekki kæfa drauma sína og þegar hún hafði náð 18 ára aldri flutti hún til Moskvu og reyna fyrir sér sem fyrirsæta.

Í dag nýtur hún vinsælda á samfélagsmiðlum í Rússlandi, en hún vill sýna örin sín til að hjálpa öðrum. Líkamsvirðing er ekki þekkt hugtak í Rússlandi og vonar Svetlana að hún geti hvatt aðra til að vera sáttir í eigin líkama. Svetlana er hluti af lista BBC yfir 100 hvetjandi og áhugaverðar konur árið 2018.

Það veitir mér innblástur að sársauki minn geti verið endurunninn og gagnast einhverjum öðrum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.