fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Modern Family stjarnan Sarah Hyland íhugaði taka eigið líf eftir nýrnaígræðslu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Modern Family leikkonan Sarah Hyland hefur þurft að undirgangast nýrnaígræðslu tvisvar sinnum á lífsleiðinni vegna fæðingargalla. Í fyrra skiptið fékk hún nýra frá föður sínum sem líkami hennar hafnaði og í seinna skiptið frá yngri bróður sínum. Hún fann fyrir mikilli skömm yfir að líkami hennar hefði hafnað nýra föður hennar og óttaðist að hið sama myndi henda aftur þegar hún fékk nýra frá bróður sínum.

Leikkonan Sarah Hyland, sem er hvað þekktust fyrir  hlutverk sitt sem Haley Dunphy í þáttunum Modern Family, hefur átt í heilsuerfiðleikum allt sitt líf. Annað nýru hennar náðu aldrei að þroskast fullkomlega í móðurkvið og vegna þess hefur hún þurft að undirgangast fjölda aðgerða og meðferða en hún hefur meðal annars farið í nýrnaígræðslur. Ekki einu sinni heldur tvisvar.

Sarah segir frá heilsufarsvandræðum sínum í viðtali við tímaritið Self og segir frá áfallinu sem hún varð fyrir þegar líkami hennar hafnaði fyrra nýranu, sem hún hafði fengið frá föður sínum. Hún fór í fyrri nýrnaígræðsluna árið 2012. Fjölskyldumeðlimir eru oft fullkomnir kandídatar til að verða líffæragjafar og faðir hennar ákvað því að gefa Söruh annað nýrað sitt. Allt gekk vel til að byrja með þar til líkami Söruh hafnaði nýranu nokkrum árum seinna.

„Þegar fjölskyldu meðlimur gefur þér lífsgjöf og það misferst, þá finnst manni svolítið að það sé manni sjálfum að henna. Það er það alls ekki. En manni finnst það.“

Hyland gekkst undir fjölda prófana og meðferðar í þeirri viðleitni að bjarga nýranu en allt kom fyrir ekki og söðu læknarnir henni að lokum að nýrað sem líkami hennar hafði hafnað væri eins og hús sem stæði í ljósum logum og það er ómögulegt að afbrenna hús. Sarah þurfti þá að eyða fjórum tímum, þrisvar sinnum í viku í blóðskilun og fljótlega var gamla nýrað tekið og því skipt út fyrir nýra úr yngri bróður hennar.

„Á þeim tíma var ég mjög þunglynd,“ segir Hyland. „Í langan tíma íhugaði ég sjálfsmorð því ég vildi ekki bregðast litla bróður mínum eins og hafði brugðist föður mínum […] Ég hef gengið í gegnum allt mitt líf sem byrgði á öðrum, sem manneskja sem þarf stöðugt að fylgjast með og hugsa um“

Eftir að viðtalið kom út segði Sarah Hyland í færslu á Instagram að hún voni að aðrir geti tengt við aðstæður hennar og það gefi þeim styrk.  Vonandi geti einnig þeir, sem eru það heppnir að hafa aldrei þurft að ganga í gegnum svona lífsreynslur, lært eitthvað nýtt og verið þakklátir fyrir heilsuna sína.

 

 

https://www.instagram.com/p/BrOJBpKF5jO/?utm_source=ig_web_copy_link

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.