fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

James Corden:-„Thank U, Jeff“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 16:35

Lag Ariönu Grande, Thank U, Next, hefur notið mikilla vinsælda. Þáttastjórnandinn James Corden hefur nú gert skopstælingu af laginu sem kallast Thank U, Jeff

Þáttastjórnandinn James Corden hefur gert skopstælingu af nýju lagi Ariönu Grande, Thank U, next. Lagið heitir í útgáfu Cordens, Thank U, Jeff, eða Þakka þér, Jeff , og syngur James Corden þar lofsöng til leikarans Jeff Goldblum sem er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndirnar um risaeðlugarðinn Jurassic Park.  Í myndbandinu flettir Corden í gegnum dagbók sem er skreytt myndum af Goldblum og syngur um þá mörgu mannkosti Goldblums sem Corden kann að meta.„Ég hef tekið viðtal við marga fræga, en gleymum þeim öllum því ég held að Jeff Goldblum sé uppáhalds gesturinn minn.“

Jeff Goldblum er einnig í myndbandinu og tekur vel undir hrósið en spyr þó varfærnislega í lokin hvort að Corden hafi haldið þessa dagbók lengi.

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ekki treysta myndunum á Instagram! Þótt ótrúlegt sé er þetta sama fólkið

Ekki treysta myndunum á Instagram! Þótt ótrúlegt sé er þetta sama fólkið