fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

Cardi B og Offset skilja

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 09:58

Cardi B og Offset meðan allt lék í lyndi

Þá er úti um sjóferð þá. Rapparinn Cardi B og eiginmaður hennar Offset ætla að skilja eftir eins árs hjónaband.

Cardi B setti inn myndband á Instagram síðu sína þar sem hún greindi frá sambandsslitunum. „Hlutirnir hafa ekki verið að ganga hjá okkur í langan tíma. Það er engum að kenna, við bara hættum að vera ástfangin.“  Cardi B og Offset eiga fimm mánaða dóttur saman og segir Cardi að hún muni alltaf bera ást til Offsets sem barnsföður.  Offset staðfestir slitin með athugasemd á Instagramfærslunni hennar Cardi B þar sem hann segir „Þið öll unnuð“ .

Cardi B og Offset giftu sig leynilega í september 2017 og hafa á þessu ári þurft að takast á við orðróm um að Offset hafi haldið fram hjá henni, en það birtist myndband á netinu þar sem hann virðist vera í rúmi með annarri konu. Cardi B sagði í kjölfarið að hún vildi berjast fyrir sambandinu og hún þyrfti ekki að útskýra þá ákvörðun fyrir einum né neinum. „Ég er ekki eignin ykkar, þetta er mitt líf“

Sú barátta hefur þó tapast og segir Cardi í Instagramfærslunni að þau hafi verið að reyna að  komast í gegnum erfiðan hjalla í sambandinu, en það hafi því miður ekki gengið.

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

James Corden:-„Thank U, Jeff“

James Corden:-„Thank U, Jeff“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ekki treysta myndunum á Instagram! Þótt ótrúlegt sé er þetta sama fólkið

Ekki treysta myndunum á Instagram! Þótt ótrúlegt sé er þetta sama fólkið