fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 13:30

Afmynduð Estelle.

Estelle, nítján ára gömul, frönsk kona, ákvað að lita á sér hárið fyrir stuttu með lit sem hún hafði keypt í verslun. Estelle fylgdi ekki leiðbeiningum á pakka sem sögðu að prófa ætti litinn á litlum part af hárinu áður en hafist væri handa við að lita hárið. Hún prófaði litinn vissulega á hárinu í þrjátíu mínútur en litaði strax í kjölfarið allt hárið. Á pakkanum stóð hins vegar að hún ætti að bíða í tvo sólarhringa með að lita allt hárið.

Það sem eftir fylgdi var hreint út sagt martröð fyrir Estelle þar sem höfuð hennar blés út og minnti helst á ljósaperu. Hún segir í samtali við franska miðilinn Le Parisien að hún hafi verið við dauðans dyr.

Hélt að hún myndi deyja

Um leið og Estelle var búin að maka hárlitnum í hárið fann hún að eitthvað var að. Hún fann fyrir ertingu í hársverði og síðan byrjaði hún að bólgna út. Hún brá á það ráð að fá sér ofnæmislyf og bera á sig kláðakrem fyrir svefninn en þegar hún vaknaði var höfuð hennar búið að stækka gríðarlega. Estelle gerði sér ekki grein fyrir að hárliturinn innhélt efnið PPD sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

„Ég gat ekki andað. Ég var með ljósaperuhaus,“ segir Estelle, sem var flutt á spítala með hraði þegar að tungan hennar byrjaði einnig að bólgna.

Estelle segir í samtali við Newsweek að læknar hafi gefið henni adrenalín og haldið henni yfir nóttu á sjúkrahúsinu. Estelle var hrædd um líf sitt á tímabili.

„Maður veit ekki hvað tekur mann langan tíma að kafna og hvort maður nái á spítalann í tæka tíð eður ei,“ segir hún en bætir við að hún sé búin að jafna sig.

„Ég hlæ að sjálfri mér því höfuð mitt var óeðlilega stórt.“

Hún vonar að aðrir læri af þessari reynslu sinni.

„Mín stærstu skilaboð til fólks eru að hafa varann á þegar kemur að vörum eins og þessum því afleiðingarnar geta verið banvænar.“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“