fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Stjörnupörin sem skilja ekki: Þetta eru leyndarmálin á bak við farsælt samband

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 14:18

Ástfangið fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem fylgjast vel með stjörnuheimum hafa tekið eftir því að ástin er oft fallvölt og sambönd splundrast hraðar en þau mynduðust í sviðsljósinu. Þó eru nokkur pör sem hafa náð að haldast saman í gegnum þykkt og þunnt, og hér eru nokkur af þeim.

Kiknar í hnjáliðunum

Bond-leikarinn Pierce Brosnan hitti bandarísku blaðakonuna Keely Shaye Smith fyrst árið 1994 í Mexíkó. Þau felldu hugi saman og gengu í það heilaga árið 2001. Ástarblossinn er enn sterkur, en hjónin eiga saman tvo syni, þá Dylan og Paris.

Pierce talaði mikið um eiginkonu sína í viðtali við Independent í mars árið 2016 og fann vart nógu sterk lýsingarorð yfir ástina í lífi sínu.

„Hún býr yfir styrk sem ég get ekki lifað án. Ég kikna í hnjáliðunum þegar að Keely horfir á mig.“

Keely og Pierce.

Kryddpían og knattspyrnukappinn

Hjónin David og Victoria Beckham eru sannkallað ofurpar, en fótboltakappinn féll fyrst fyrir Kryddpíunni þegar hann horfði á tónlistarmyndband með Spice Girls. David og Victoria giftu sig árið 1999 og hafa verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Ást þeirra hefur gefið af sér fjögur börn, en í viðtali við ABC News ljóstraði David upp leyndarmálinu á bak við svo langlíft samband.

„Við höfum verið saman í átján ár og gift í sextán ár. Þannig að við treystum á dómgreind hvors annars. Ég held að það hafi virkað vel fyrir okkur.“

David og Victoria.

Gift í rúm þrjátíu ár

Leikkonan Julia Louis-Dreyfus kynntist framtíðareiginmanni sínum, grínistanum Brad Hall, þegar hún var í háskóla. Þau giftu sig árið 1987 og eru enn saman, rúmum þrjátíu árum síðar. Þau eiga svo syni saman, þá Henry og Charles.

Julia og Brad.

„Ég elska þig af öllu hjarta“

Þeir sem hafa fylgst með ferli leikarans Hugh Jackman vita hve mikið hann metur eiginkonu sína, Deborra-Lee Furness. Þau gengu að eiga hvort annað í apríl árið 1996 í Ástralíu, en þau kynntust á setti ástralska sjónvarpsþáttarins Correlli.

Hugh og Deborra-Lee hafa svo sannarlega upplifað sorgir og sigra, en eftir að hún missti tvisvar fóstur ættleiddu þau tvö börn, Oscar og Ava.

Hugh deildi brúðkaupsmynd af hjónunum á 21 árs brúðkaupsafmæli þeirra þar sem hann skrifaði einfaldlega:

„Til ástinnar í lífi mínu. 21 dásamlegt ár. Ég elska þig af öllu hjarta.“

Hugh og Deborra-Lee.

Saman síðan árið 1976

Söngkonan Gloria Estefan féll fyrir tónlistarmanninum Emilio Estefan árið 1976 og sagði síðar að hann hefði verið sinn fyrsti og eini kærasti. Tveimur árum síðar voru þau gift og hafa aldrei snúið baki við hvort öðru.

Gloria og Emilio eiga saman tvö börn, Nayib og Emily, en Emilio talaði mikið um eiginkonu sína í viðtali fyrir stuttu.

„Þegar þetta er raunveruleg ást þá verður þetta alltaf betra. Þetta snýst um virðingu og ást og samskipti. Þetta er auðvelt þegar að grunnurinn er góður.“

Gloria og Emilio.

Eitt skipti var nóg

Þegar tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi var á tónleikaferðalagi árið 1989 lét hann sig óvænt hverfa, fór til Las Vegas og kvæntist æskuástinni sinni, Dorothea Hurley. Hann sér ekki eftir þessari skyndiákvörðun því þau Dorothea eru enn saman og eiga fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni.

Rokkarinn segir að það sé mjög einfalt af hverju þau haldist enn saman eftir öll þessi ár.

„Ég náði þessu rétt í fyrsta sinn,“ sagði hann í viðtali við PEOPLE árið 2015 og bætti við að hann gæti ekki sætt sig við neinn annan en æskuástina.

„Hún er best. Ég dýrka hana.“

Jon og Dorothea.

Eiga þrjátíu ára brúðkaupsafmæli

Leikarinn Tom Hanks hitti leikkonuna Ritu Wilson á setti sjónvarpsþáttarins Bosom Buddies árið 1981. Þau hittust aftur á setti Volunteers fjórum árum síðar. Nokkru síðar felldu þau hugi saman og gengu í það heilaga árið 1988.

Í viðtali við PEOPLE fyrir nokkrum árum sagðist Tom ekki enn trúa því að Rita vildi giftast honum.

„Ég trúi því ekki enn að hún sé með mér. Ef við værum í miðskóla og ég væri bara fyndinn hefði ég ekki hugrekki til að tala við hana.“

Tom og Rita.

Ræða sambandið ekki

Leikaraparið Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick létu pússa sig saman árið 1997 eftir nokkura ára samband. Þau eiga þrjú börn saman, einn son og tvíburadætur. Sarah Jessica var spurð að því í viðtali við við Huffington Post hver væri lykillinn að langlífu sambandi. Svarið var einfalt.

„Leyndarmálið er að við ræðum sambandið ekki. Ekki við blaðamenn eða aðra. Það er svo einfalt!“

Matthew og Sarah Jessica.

Ætla ekki að giftast

Leikkonan Goldie Hawn og leikarinn Kurt Russell hafa verið saman síðan á Valentínusardaginn árið 1983. Þau kynntust fyrst við tökur á The One and Only, Genuine, Original Family Band árið 1966 en byrjuðu ekki saman fyrr en við tökur á Swing Shift árið 1983.

Goldie og Kurt hafa hins vegar aldrei gengið í það heilaga og eru ánægð með þá ákvörðun.

„Langlíft samband snýst ekki um hjónaband. Það snýst um hvernig við pössum saman og samskipti. Báðir aðilar þurfa að vilja að þetta gangi upp,“ sagði hún eitt sinn í viðtali við Porter.

Kurt og Goldie.

Ég er komin heim

Leikarahjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick hafa verið gift síðan í september árið 1988. Þau eiga saman tvö börn, þau Travis og Sosie.

Kyra segist hafa vitað það strax að þau Kevin yrðu saman um ókomna tíð.

„Eftir nokkrar vikur saman vaknaði ég á morgnana með þessa tilfinningu í maganum. Ég man að ég hugsaði: Hvaða tilfinning er þetta? Ég er ekki viss en mér líður eins og ég sé komin heim,“ sagði hún í viðtali við InStyle árið 1988.

Kevin og Kyra.

Algjörar andstæður

Söngkonan Dolly Parton gekk að eiga Carl Thomas Dean þann 30. maí árið 1966. Þau sjást sjaldan saman en það þýðir ekki að ástin sé ekki sterk.

„Þeir segja að andstæður dragist saman og það er satt,“ sagði hún í viðtali við PEOPLE árið 2015.

„Við erum algjörar andstæður en það gerir þetta skemmtilegt. Ég veit aldrei hvað hann ætlar að segja eða gera. Hann kemur mér sífellt á óvart. Hann vill helst halda sig heima. Hann veit að ég vil það ekki. Ég er alltaf einhvers staðar. Ég er alltaf að gera eitthvað. Hann elskar það. Hann er sjálfstæður. Hann þarf ekki alltaf að vera með mér og það sama gildir um mig. En þegar við erum saman eigum við nóg sameiginlegt til að þetta virki.“

Dolly og Carl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.