fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Katrín skammast sín ekki fyrir að eiga þrjú börn með þremur mönnum: „En miðað við viðbrögð margra ætti ég greinilega að gera það“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Jóhannsdóttir sem á þrjú börn með þremur mönnum segist upplifa það að finnast hún skyldug til þess að greina frá því við alla sem hún lendir í samræðum við.

„Yfirleitt eru þetta upplýsingar sem koma fram við fyrstu kynni því þegar þú ert að segja nýrri manneskju frá þér þá sleppir þú ekki mikilvægasta partinum af þér. Börnunum sem þú komst í heiminn og ert að verða vitstola við að ala upp. Þá kemst þú ekki hjá því að svara þessu,“ segir Katrín í færslu sinni á síðunni Amare.

Börn Katrínar

Skammast sín ekki fyrir synd sína

„Ég geri mér grein fyrir því að jafnvel í flóru hinna ýmsu fjölskyldumynstra landsins þá hallast ég yfir á öfgaskalann en ég tek það sterkt fram að ég skammast mín ekki fyrir þessa synd mína, að bera ávöxt margra manna. En miðað við viðbrögð svo margra, ætti ég greinilega að gera það. Ég hef þó útrýmt þessum viðbrögðum í mínu tilfelli. Mitt svar er alltaf: „Neineinei, þrjú börn og þrír feður. Ég er sko að safna.“ Fólk veit ekki hvað á að gera við þetta svar svo það er ekki lengi að leita í næsta ísbrjót.“

Katrín viðurkennir að þegar hún gekk með sitt yngsta barn hafi erfiðar hugsanir lætt sér að henni og hafði hún áhyggjur af því hvað fólk myndi segja við hana.

„Ég var hrædd um sögusagnir, ég skammaðist mín. Við erum nefnilega svo fljót að dæma aðra og mynda okkur skoðun á fólki þegar við heyrum ákveðnar staðreyndir um það.“

Halda typpunum út fyrir samræðurnar

Segir Katrín að það sé gott að eiga góða að og að ein frænka hennar hafi þá spurt hana hvort henni fyndist það sanngjarnt gagnvart sjálfri sér og öllum öðrum konum í sömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um að hætta að eiga börn og þar með neita nýjum maka um barn einfaldlega vegna þess að fyrra samband gekk ekki upp.

„Það er ekki erfitt að svara þessu og með þessum orðum flaug skömmin og áhyggjurnar út um gluggann.“

Veltir Katrín því þó fyrir sér af hverju fólk sé að forvitnast svona mikið um persónuleg atriði fólks sem það þekkir ekki.

„Hvenær varð það eðlilegt að spyrja að því hvort að börnin séu getin af sama sæðisgjafa? Er þá ekki alveg eins eðlilegt að henda fjölda bólfélaga yfir ævina með í jöfnuna? Spyrjið frekar að því hversu gamalt barnið er, hvernig því gangi í skólanum, hvort það æfi íþróttir. Haldið samtalinu fljótandi með ykkar eigin börnum, æskusögum ykkar, nú eða bara einhverju allt öðru en börnum. Það er svo margt til að tala um. Höldum typpunum úti fyrir það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum