fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:04

Í upphafi nóvember mánaðar greindi söngkonan Þórunn Antonía frá því að hún hyggðist loka síðunni Góða systir sem hún hefur haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook. Í dag birtir hún nýja færslu þess efnis að síðan muni halda áfram um ókominn tíma.

Síðan Þórunn birti færslu þess efnis að hún hyggðist loka síðunni hefur ringt yfir hana kærleiksríkum skilaboðum frá konum þess efnis að síðan hafi skipað stóran sess í hjörtum þeirra. Segist Þórunn hafa orðið ánægð að heyra það og að henni hafi þótt erfiðara en hana gunaði að ætla að eyða síðunni.

„Mér finnst erfiðara en ég hélt að hætta þessum hópi og gefast upp. Einnig hef ég lært í gegnum lífið að það er mikilvægt að hætta ekki þegar maður verður þreyttur eða vonlaus. Þá er einmitt málið að hvíla sig og leita til einhvers sem vill hjálpa. Ein kona sem ég lít mikið upp til og er að gera frábæra hluti að miðla sjáflsást og kærleika er Erna Kristín. Mig langar að gera hana að admin og sjá aðeins til til áramóta hvort við getum ekki gert eitthvað magnað með allan þennan fjölda kvenna. Það væri sannarlega synd að ýta bara á „eyða hnappinn,““ segir Þórunn í nýjustu færslu sinni á síðunni.

Erna Kristín hefur unnið mikið í því að efla sjálfsmynd fólks og í dag kemur bók Ernu, Fullkomlega ófullkomin út og verður hún með útgáfupartý í Lindex Kringlunni í kvöld klukkan 20:00 sem öllum er boðið að mæta í.

Bíður Þórunn Antonía hana Ernu velkomna sem stjórnanda síðunnar og vonast hún til þess að með hjálp Ernu verði síðan Góða systir langlífari.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

James Corden:-„Thank U, Jeff“

James Corden:-„Thank U, Jeff“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lára fer nú til fræðings, ekki konu

Lára fer nú til fræðings, ekki konu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri