fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Olga þjáðist af næringarskorti þó hún væri 152 kíló: „Ég hef lært það hversu gríðarleg áhrif það hefur að næra sig rétt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári fór Olga Helgadóttir í magaermisaðgerð sem gekk vel fyrir sig. Síðan þá hefur hún misst um 65 kíló en fyrir aðgerð var hún orðin 152 kíló.

„Ég hafði alltaf verið í mikilli yfirþyngd, alltaf verið offitusjúklingur. Ég hef aldrei hugsað mikið út í það hvað ég er að borða, nema í þau skipti sem ég ákveð að fara í einhverja megrun. Hef alltaf borðað það sem mig langar í hverju sinni, ekkert pælt í samsetningu matar eða hvað líkaminn þarf,” segir Olga í einlægri færslu sinni á Facebook.

Fljótlega eftir aðgerðina áttaði Olga sig hins vegar á því að sá lífsstíll sem hún hafði lifað gengi ekki lengur upp fyrir hana.

„Maður borðar svo miklu minna og fyrir vikið skiptir það miklu meira máli hvað þú setur inn fyrir þínar varir. Hálfu ári eftir aðgerð var ég farin að merjast af engu tilefni. Ég fékk mjög mikið hárlos og var alltaf þreytt. Mun þreyttari en venjulega. Það var þá sem ég ákvað að leita til næringarfræðings og kaus ég að tala við Elísabetu Reynisdóttur þar sem ég hafði heyrt góðar sögur af henni.”

Var offitusjúklingur með bullandi næringarskort

Þegar Olga mætti til Elísabetu var hún enn í mikilli yfirvigt þrátt fyrir að mikið væri farið af henni.

„Sennilega hef ég verið í kringum 120-130 kíló á þeim tíma. Beta fór yfir stöðuna með mér, yfir mína sögu og lét mig halda matardagbók í tvær vikur án nokkurra breytinga. Þegar ég skilaði henni inn kom í ljós að ég var ekki að borða neitt með næringarefnum, nánast eingöngu kolvetni og var ekki að borða nema um 500 hitaeiningar á dag. Þarna var ég 120/130 kílóa offitusjúklingur í bullandi næringarskorti.”

Það fyrsta sem Olga þurfti að gera var að koma næringu í líkama sinn. Það tók hana tíma að koma líkamanum á rétt ról aftur og gerði hún það í litlum skrefum.

„Fyrsta skrefið var að nærast, svo tókum við eina máltíð fyrir í einu. Byrjuðum á morgunmatnum, samhliða því fór hádegismaturinn ósjálfrátt í betra horf. Ein máltíð af annari og þetta var komið á gott ról. Eftir því sem ég fór að nærast betur fór ég að finna fyrir því hvað mér leið mikið betur andlega. Auðvitað hafa samt sem áður komið ýmiskonar bakslög. Ég hef farið í allskonar hringi frá því að ég fór í aðgerðina og frá því að ég byrjaði í næringarráðgjöf. Ég hef náð að eiga mjög góðan tíma þar sem ég borða mjög rétt og vel, en ég hef líka upplifað það að lifa á instant núðlum í einhvern tíma. Ég hef haldið mér gangandi á orkudrykkjum, ég hef farið í ofát í óhollustu, dottið aftur í kolvetnagírinn, sælgætið, pepsi maxið og ég hef reynt að svelta mig. Talið ofan í mig munnbitana og reynt að borða eins lítið og ég komst upp með, samhliða mikilli hreyfingu.”

Næringin skiptir öllu máli

Það sem Olga segist helst hafa lært á þessari reynslu sé hversu ótrúlega miklu máli það skiptir að næra sig rétt.

„Hversu ótrúlega mikilvægt það er að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda. Um leið og ég missi tökin og nærist ekki vel, þá fer þunglyndið og kvíðinn að gera vart við sig. Ég fer að fá allskonar ranghugmyndir og missi stjórnina á lífi mínu sem eyðileggur mikið út frá sér. Núna er ég einnig farin að upplifa aukinn svima, hjartsláttatruflanir og máttleysi ofan í þunglyndið og kvíðann ef ég nærist ekki rétt. Þegar ég hef svo hitt Betu og hún hjálpar mér að núllstilla mig og koma mér aftur á beinu brautina finn ég hversu mikið betur mér líður. Næring skiptir öllu máli og að borða rétt.”

Vegna þessara miklu breytinga fór Olga að velta fyrir sér ýmsu sem hún hafði ekki hugað að áður.

„Vitaskuld hefur það meiri áhrif á mig núna ef ég nærist ekki. En þegar ég fór að horfa til baka þá áttaði ég mig á því að sennilega hef ég verið með einhverskonar næringarskort allt frá táningsaldri. Líka þegar ég var 152 kíló!! Furðulegt að segja það en það meikar sense ef ég skoða mataræðið sem ég borðaði þá. Ég skil þá enn betur hvers vegna ég hef verið að kljást við þunglyndi og kvíða allt mitt líf. Ég var ekki að nærast og hef ekki verið að nærast síðustu 15 árin. Ég hef lært það hversu gríðarleg áhrif það hefur á andlega heilsu að næra sig rétt, jafnvel þó ég eigi það til að sleppa tökunum og fara í ruglið, þá finn ég það hversu hratt ég hrapa niður ef ég hætti að hugsa um sjálfa mig og nærast. Síðan um leið og ég fer að fá rétta næringu, þá fer mér að líða vel aftur og þunglyndið og kvíðinn víkur fyrir orku og lífsgleði.
Annað sem ég hef lært er að það er ekkert til sem heitir fullkomið mataræði. Svo ég vitni í Betu: „Lífið gerist!“ og það er svo rétt. Það mun alltaf koma upp sú stund þar sem maður fær sér eitthvað óhollt. Tala nú ekki um núna þegar jólahátíðin er að ganga í garð, hátíð sem snýst að miklu leyti um veislumat, smákökur og sælgæti. Þá er svo gott að hugsa um það sem Beta segir, Lífið gerist og það er ekkert bannað. Taka ákvörðun fyrir einn dag í einu. Aldrei segjast aldrei ætla að borða eða drekka eitthvað aftur (nema orkudrykki) þar sem lífið mun gerast. Það er ekki þessi eini dagur þar sem þú borðaðir óhollt sem skiptir máli. Heldur hinir dagarnir á eftir og dagarnir á undan. Hvernig heldurðu áfram?”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.