fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Fyrirsætan Kira opnar sig um hrottalegt heimilisofbeldi – Kærastinn grátbað hana um að kæra ekki

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn síðasta birti fyrirsætan Kira Dice myndir af sér á samfélagsmiðlum sem hún segist hafa tekið eftir hrottalega árás kærasta síns. Kira sem starfað hefur sem fyrirsæta fyrir Vogue og Gucci tók ákvörðun um að opna sig um árásina til þess að vekja athygli á því hversu algengt heimilisofbeldi er.

Kira segir að kærasti hennar hafi ráðist á hana þann 30. júní á þessu ári þegar hún var að undirbúa sig fyrir fyrirsætustarf sem hún var að fara í til Kína.

„Hann kastaði stól í mig og barði mig svo hrottalega,“ skrifaði Kira á Facebook en People þýddi og fjallaði um málið.

„Hann reif nærbuxurnar af mér og reyndi að stinga fingrum sínum inn í mig. Eftir það tróð hann kvittun upp í munninn á mér og neyddi mig til þess að tyggja hana. Hann braut húsgögnin mín og hrópaði á mig og kallaði mig hóru.“

Kira segist hafa misst meðvitund eftir árásina og að kærasti hennar hafi þá neyðst til þess að hringja á sjúkrabíl þegar nágrannar hennar voru farnir að banka á hurðina. Þegar lögreglan kom á staðinn segir Kira að henni hafi verið ekið á næsta sjúkrahús þar sem hún var meðhöndluð vegna heilahristings.

Eftir árásina tók Kira aftur við kærasta sínum og héldu þau áfram að vera saman. Segir hún að kærasti hennar hafi grátbeðið hana um að kæra ekki. Í síðustu viku sleit parið samvistum og ákvað Kira að opna sig um ofbeldið. Segist hún ekki hafa þorað að kæra hann vegna hræðslu um líf sitt.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.