fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Skammar íslenskar Snapchat-stjörnur – „Við vinnum og vinnum en eigum ekki einu sinni fyrir skóparinu sem okkur langar í“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona sem ekki vill láta nafn síns getið sendi Bleikt aðsent bréf á dögunum. Var það henni mikið í mun að koma skilaboðunum út til þeirra sem teljast frægir á Íslandi en þorði hún ekki að deila þeim sjálf.

„Ég vil byrja á því að segja að ég hef ekkert á móti ykkur en þar sem þið hafið áhrif á svo marga á Íslandi langar mig að minna ykkur á að bera út rétta boðskapinn,“ segir hún og spyr að því hvort gildi þeirra séu einungis peningar og tíska.

„Ég þekki þó nokkrar stelpur sem fylgjast með ykkur. Þær eru fastar í þeirri hugsun að þær verða aldrei eins og þið og að þeim muni aldrei hlotnast þetta öfga líf, gjafir eða frægð. Við sitjum og hlustum á ykkur tala um það að þið bara urðuð að eignast þrjú hundruð þúsund króna skáp. Hvað segir það okkur sem vinnum og vinnum en eigum ekki einu sinni fyrir skóparinu sem okkur langar í? Í þokkabót eru það skórnir sem þið fáið frítt fyrir það að vera andlit og nafn.“

Veltir hún því fyrir sér hversu miklu máli fylgjendur, like og komment skipta máli í stóru myndinni.

„Mynduð þið enn þá vera að segja við okkur að við þurfum hitt og þetta, augnháralengingar, buxur, bolla og skraut sem er í tísku ef þið ættuð bara 50 þúsund inni á bankabókinni til þess að lifa út mánuðinn? Hvað stöndum við fyrir ef við eigum ekki þessa hluti? Er ég asnaleg og ömurleg af því að ég hef ekki það sem þú hefur? Nei!“

Fyrir um tveimur árum ákvað stúlkan sem er á tvítugsaldri að hætta á Facebook og loka þeim Snapchat aðgangi sem hún hafði notað til þess að fylgjast með snapstjörnunum.

„Ég er í dag bara með vini mína og fjölskyldu og nokkrar „snapstjörnur“ sem láta mér líða vel að fylgjast með. Það losnaði svo mikil byrði af bakinu mínu við þetta. Í langan tíma dæmdi ég sjálfa mig út frá því hversu mörg, læk, komment eða followers ég fékk. Þá fór ég að fylgja fleiri og fleiri íslenskum snöppurum og stjörnum en núna er ég komin með nóg. Ég ætla að fylla hjarta mitt af fjölskyldu og vinum sem láta mér líða vel og hrósum til mín og minna. Ég er, eða mun verða, sátt við lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.