fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Pony var rökuð og notuð sem kynlífsþræll í mörg ár: „Það er hræðilegt að hugsa til þess hversu hrædd hún hlýtur að hafa verið“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Órangútan sem bjargað var eftir að upp komst um margra ára misnotkun þar sem hún var rökuð, neydd til þess að ganga með skartgripi og nauðgað af mönnum yfir margra ára skeið, hefur náð góðri heilsu og lært að treysta aftur.

Pony var tekin af móður sinni þegar hún var mjög ung og var henni frá sex ára aldri að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir. Mennirnir sem stálu henni fóru með hana í hóruhús þar sem hún var bundin föst með keðjum og henni nauðgað af karlmönnum sem greiddu fyrir.

„Þetta var hryllingur. Hún var kynlífsþræll – Þetta var ógeðslegt,“ sagði Michelle Desilets sem var formaður Borneo Orangutan Survival Foundation í Bretlandi þegar Pony var bjargað.

Samkvæmt Metro var Pony rökuð annan hvern dag, hún var látin ganga með skartgripi og farða og var húð hennar aum og illa farin.

„Hún hlýtur að hafa upplifað svo mikinn sársauka. Það er hræðilegt að hugsa til þess hversu hrædd hún hlýtur að hafa verið.“

Pony lifir góðu lífi í dag

Pony var sem betur fer bjargað árið 2003 og tók það 35 lögreglumenn að fá hana afhenta. Þrátt fyrir hræðilega reynslu Pony hefur hún náð sér að fullu frá því að henni var bjargað fyrir fimmtán árum síðan. Upphaflega var henni haldið í einangrun en hægt og rólega var hún kynnt fyrir öðrum Órangútönum og býr hún nú ásamt sjö öðrum Órangútönum á endurhæfingarsetri.

„Þrátt fyrir áfallið sem hún varð fyrir þá hélt hún virðingu sinni og húmor. Hún hefur svo skemmtilegan persónuleika og lærði fljótt að treysta okkur þrátt fyrir allt það sem hún gekk í gegnum.“

Órangútar eru seldir á svörtum markaði fyrir um eina og hálfa milljón og hafa sölur á þeim verið fundnar meðal annars á Instagram og Facebook. Sérfræðingar segja að fyrir hvert órangúta barn sem selt er séu um fjórir drepnir. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um slæma meðferð á dýrum hefur ólögleg sala á villtum dýrum haldið áfram að aukast.

„Það er ekkert sætara heldur en lítið órangútan barn. Það er gallinn við þá – þeir eru ómótstæðilega sætir sem börn svo það er fullt af fólki sem er tilbúið til þess að borga mikla peninga fyrir þá og frægar stjörnur eins og Paris Hilton hefur meira að segja sést vera að taka mynd af sér með órangútan á Instagram. En þeir eru ekki góð gæludýr, það verður ekki hægt að stjórna þeim þegar þeir eldast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.