fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

Hrafnhildur Salka fæddist með tvíþættan hjartagalla – Fór í hjartaaðgerð í gær: „Nú þurfum við bara að sjá hvernig hún verður og takast á við það þegar að því kemur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 16:00

Hrafnhildur Salka er sextán mánaða gömul stúlka sem býr með foreldrum sínum Petrínu og Frikka á Patreksfirði. Þegar Hrafnhildur var einungis fimm daga gömul kom í ljós að opið var á milli neðra hólfa í hjarta hennar og er fjölskyldan nú stödd í Svíþjóð þar sem Hrafnhildur undirgekkst hjartaaðgerð í gær.

Petrína með Hrafnhildi Sölku á spítalanum í Svíþjóð í gær

„Við komumst að því í fimm daga skoðuninni að hún væri með VSD, sem er opá milli neðra hólfa í hjartanu. Þegar við komum svo út núna á mánudaginn þá kom í ljós að það var líka gat á fósturæðinni. Við búum á Patreksfirði og við höfum þurft að fara suður í nánast hverjum einasta mánuði til þess aðhitta hjartalæknirinn. Þetta er búið að vera rosalega erfitt og kostnaðarsamt en Hrafnhildur á tvö systkini,“ segir Petrína í samtali við blaðakonu.

Fjölskyldan er eins og fyrr sagði úti í Svíþjóð og fór Hrafnhildur í aðgerð á hjarta í gær þar sem loka þurfti hólfunum.

„Aðgerðin gekk vel og nú er bara verið að fylgjast með henni að það komi ekkert uppá. Svo við erum búin að vera á gjörgæslu og vorum nú að koma niður á deild 67. Nú má annað okkar vera hérna allan sólarhringinn með henni. Hún hefur alltaf verið ofboðslega lasin og við höfum þurft að fara alltaf á sex vikna fresti með hana suður og svo oftar en það. Höfum þurft að fara með sjúkravél og þyrlu en hún er líka með svo mikið í lungunum. Hún er svo rosalega lungnaveik út af þessu.“

Hjarta Hrafnhildar hefur stækkað mikið vegna veikinda hennar sem veldur miklum þrýstingi á lungu hennar.

„Það er svo mikill þrýstingur á lungun að hún verður alltaf rosalega lasin. Við þurfum alltaf að leggjast inn á spítala með hana og hún hefur ekkert mátt vera á leikskóla núna í að verða þrjá mánuði. Hefur bara þurft að vera í einangrun, ekki mátt hitta nein önnur börn eða neitt. Því hún tekur allar pestir bara á núll einni og verður mikið meira lasin en önnur börn.“

Petrína segir læknana bjartsýna eftir aðgerðina í gær en að enginn geti sagt til um framhaldið.

„Þeir vita náttúrulega ekkert hvort hún hætti að vera svona rosalega lasin af því að ofnæmiskerfið hennar er ekki gott. Núna er náttútulega búið að loka báðum götunum og við þurftum að klára þetta dæmi, svo nú þurfum við bara að sjá hvernig hún verður og takast á við það þegar að því kemur.“

Börn Petrínu og Frikka

Segir Petrína veikindi Hrafnhildar hafa tekið virkilega á fjölskylduna bæði andlega sem og fjárhagslega en í gær hrintu frænkur hennar af stað söfnun til þess að styrkja fjölskylduna.

„Ég vissi ekkert að frænkur mínar hefðu sett af stað söfnunarreikning en það var svo fallegt af þeim. Maður er nefnilega ekki þannig að maður fari að biðja um einhverja styrki, það er bara ekki í manni. Við höfum bæði þurft að vera mikið fyrir sunnan og ég hef þurft að vera mikið frá vinnu. En það er kona sem býr fyrir vestan sem er svo yndisleg að hún hefur leyft henni að vera hjá sér svo ég geti unnið líka. Annars hefðum við bara misst húsið, það er bara þannig. Maður má ekkert missa úr.“

Petrína segist virkilega þakklát öllu því góða fólki sem í kringum fjölskylduna er og að það sé ómetanlegt að fá aðstoð.

Frænkur Petrínu settu söfnunina af stað til þess að hjálpa fjölskyldunni við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á sama tíma og þau takast á við erfiðleika dóttur sinnar. Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning: 0153-05-060053 – Kennitala: 100388-2439

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

James Corden:-„Thank U, Jeff“

James Corden:-„Thank U, Jeff“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lára fer nú til fræðings, ekki konu

Lára fer nú til fræðings, ekki konu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi