fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

Björn telur sig geta hjálpað Helgu við fæðingu barns þeirra með nýju tæki sem hann keypti sér

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 17:00

Parið Helga Hermannsdóttir og Björn Jónsson eru búsett á Egilsstöðum og eiga þau von á barni. Á dögunum setti Björn inn bráðfyndið myndband sem parið hefur fengið misjöfn viðbrögð við.

„Sumum finnst þetta ekki fyndið og halda að ég hafi tekið þessu illa en það er alls ekki þannig. Þetta hefur skemmt miklu fleirum heldur en hitt,“ segir Helga í samtali við Bleikt.

Í myndbandinu sýnir Björn frá nýju tæki sem hann festi kaup á en upphaflegur tilgangur tækisins er til þess að glenna í sundur öxulhosur í bílum.

„Ef að ég sé eitthvað sem mig langar í, þá kaupi ég mér það bara og ég sá svolítið í dag sem getur nýst vel við fæðingu barnsins,“ segir Björn í myndbandinu. Tekur hann tækið svo upp og sýnir hvernig hann glennir það upp.

„Þetta er svona léttur húmor hjá okkur,“ segir Helga. „Við reynum bæði að hlæja og hafa gaman af lífinu.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og má vel sjá hvers vegna Björn grínast á léttu nótunum um notkun þess við fæðingar.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

James Corden:-„Thank U, Jeff“

James Corden:-„Thank U, Jeff“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lára fer nú til fræðings, ekki konu

Lára fer nú til fræðings, ekki konu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi