fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Lést sex dögum eftir brúðkaupið: „Þetta var yndislegur dagur – Hún var einstök“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 18:00

Hinsta ósk hinnar þrjátíu og þriggja ára gömlu Samönthu sem greindist með með mjög alvarlegt krabbamein í botnlanga í júní á þessu ári var að fá tækifæri til þess að giftast ástinni sinni. Sex dögum fyrir andlát hennar varð henni að ósk sinni þegar Alec, unnusti hennar hafði skipulagt brúðkaup þeirra á spítalanum.

Samantha og Alec fyrir veikindin / Myndir:  Sally Ashworth / SWNS.com

Samantha sem starfaði sem kennari hafði alltaf lifað heilsusamlegu lífi þegar hún fór að finna fyrir verkjum í maganum. Fljótlega greindist hún með krabbamein í botnlanganum og eftir greiningu fékk hún staðfestingu á því að hún ætti ekki langt eftir.

Alec skipulagði brúðkaup með aðstoð starfsmanna spítalans í Manchester og mættu um tuttugu nánustu vinir parsins.

„Brúðkaupið var tilfinningaþrungið. Þetta var erfiðasti en jafnframt fallegasti dagurinn. Sam var svo sérstök og hún snerti svo mörg líf í samfélaginu. Það komu yfir þrjú hundruð manns í jarðarförina hennar. Hún var einstök,“ segir Alec í viðtali við Metro.

Parið hafði þegar ákveðið hvar þau ætluðu að gifta sig en þegar Samantha greindist settu þau allt skipulag á bið.

„Vinkona okkar og starfsmenn spítalans hjálpuðu okkur með allt. Ég er svo þakklát þeim. Sam var eina manneskjan sem gat brosað sama hvað og hún fékk aðra til þess að brosa líka. Við eigum enga mynd af henni þar sem hún er ekki brosandi.“

Alec segir að þrátt fyrir að dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn þá hafi hann einnig verið töfrandi og að þau hafi skapað fullt af minningum saman. Segir hann hjarta sitt vera brotið en á sama tíma sé hann hamingjusamur að hafa geta uppfyllt ósk Samönthu. Sex dögum eftir brúðkaupið lést Samantha og var eiginmaður hennar við hlið hennar allan tímann.

„Þetta var yndislegur dagur og ég er glaður að við gátum gert þetta að veruleika þar sem okkur hafði alltaf langað til þess að gifta okkur. Við ætluðum að stofna fjölskyldu saman og við vorum farin að huga að barneignum. Hjarta mitt er brotið en ég er stoltur að okkur tókst að láta þetta verða að veruleika.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019