fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Fékk skilaboð um framhjáhald unnustans kvöldið fyrir brúðkaup – Las þau upp í athöfninni

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei góður dagur til þess að komast að því að maki þinn hafi verið að halda fram hjá en líklega er einn versti dagurinn til þess að komast að því dagurinn fyrir brúðkaupið ykkar.

Það var raunveruleiki brúðarinnar Casey en kvöldið fyrir brúðkaupið var hún með brúðarmeyjum sínum og beið spennt eftir stóra deginum þegar hún fékk óvænt skilaboð.

„Ég myndi ekki giftast honum, munt þú gera það?“ stóð í skilaboðunum samkvæmt Bored Panda. Ásamt þessum einföldu skilaboðum fylgdu með skjáskot af skilaboðum á milli Alex, unnusta Casey og annarrar konu. Þá voru einnig myndir af þeim saman.

„Hvert einasta orð var eins og hnífur í hjarta mitt og það voru aðeins nokkrir klukkutímar í brúðkaupið okkar. Hvernig átti ég að aflýsa brúðkaupinu þegar fullt af fólki var búið að ferðast til okkar og við vorum búin að borga fyrir allt?“ Sagði Casey sem ákvað að opinbera allt. Parið hafði verið saman í sex ár og voru fjölskyldur þeirra mjög nánar.  

Casey tók því ákvörðun um að aflýsa ekki brúðkaupinu heldur gera á því litlar breytingar.

„Það verður ekkert brúðkaup í dag,“ sagði Casey þegar hún hafði gengið upp altarið og átti að lesa upp brúðarheitin til tilvonandi mannsins síns. „Ég hef komist að því að Alex er ekki sá sem ég hélt að hann væri.“ Casey dró símann sinn upp sem hún hafði falið í brúðarvendi sínum.

„Þessi helgi. Þú og ég. Þetta er að fara að gerast heita. Komdu með góða skapið.“

„Líkami þinn er gjörsamlega ótrúlegur. Og vá hvað þú kannt að nota hann. Ég vildi óska þess að kærasta mín kynni helminginn af því sem þú kannt.“

„Ég sakna þín svo mikið ég get ekki hætt að hugsa um að stunda kynlíf með þér. Ég hef aldrei haft svona tengingu áður.“

Casey stóð og las skilaboðin upp fyrir alla viðstadda og mátti sjá hvernig liturinn hvarf úr andliti Alex og hann varð náfölur. Kom hann ekki upp einu orði og gekk hann að lokum út úr kirkjunni.

„Ég elska ykkur öll og eins hræðilegt og þetta er þá er ég glöð að þið skuluð öll vera hérna. Það verður ekkert brúðkaup í dag en í staðin fögnum við hreinskilni, því að finna sanna ást og að fylgja hjarta þínu, jafnvel þegar það er sárt.“ Þrátt fyrir að ekkert hafi farið eins og Casey hafi planað þá segir hún að þetta hafi endað með góðu partýi.

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.