fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Fékk brjálæðiskast þegar hún mátti ekki leika Spiderman í leikriti um fæðingu Jesú

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:30

Það getur reynst erfitt að útskýra fyrir þriggja ára gömlu barni hvers vegna það megi ekki leika ofurhetjuna „Spiderman“ í jólaleikriti um fæðingu Jesú.

Hin þrjátíu og sjö ára gamla Heather, móðir Darcy Raine Cheshire lenti einmitt í þeim aðstæðum á dögunum þegar dóttir hennar fékk það hlutverk að leika engil. Samkvæmt Metro fór Darcy í mikið uppnám þegar hún fékk að vita hvaða hlutverk hún átti að taka að sér og náði móðir hennar brjálæðiskasti hennar upp á myndband.

Heather reyndi að útskýra fyrir dóttur sinni að Spiderman, eða kóngulóarmaðurinn, væri ekki í Biblíunni og sagði henni að sagan fjallaði um Jesúbarnið.

„Mér líkar ekki við Jesúbarnið. Ég hata Jesúbarnið. Mér líkar ekki við engla,“ grét Darcy sem á fjóra eldri bræður og hefur því fengið að kynnast mörgum ofurhetjum í gegnum ævina.

Faðir Heather, Aron sagði að dóttir sín geti verið mjög ákveðin og segi stundum virkilega fyndna hluti.

„Hún getur verið mjög hávær og hún er mjög fyndin. Hún hefur virkilega sterkar skoðanir miðað við barn á hennar aldri. Það sem hún lætur stundum út úr sér, stundum hljómar hún frekar eins og hún sé átján ára gömul.“

Darcy elskar ofurhetjur og myndbandið af því þegar hún var í uppnámi vegna hlutverki sínu hefur nú gengið um netmiðla en margir foreldrar tengja líklega vel við það.

Heather reyndi að útskýra fyrir dóttur sinni að hún yrði fallegur engill en Darcy vildi ekki heyra það.

„Ég vil ekki engil. Þú átt að gefa mér Batman búning sem er ekki með pilsi á. Venjulegan með buxum og skikkju. Mér líkar ekki við engla.“

 

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019