fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Ástríða Bryndísar er að þvo og skipuleggja þvott: „Flestum finnst ég algjörlega sturluð í hausnum“

Amare
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar að fjalla um eitt af skrítnu áhugamálunum mínum og ástríðu en það er ÞVOTTUR. Já það kannast öll heimili við þvottinn, sérstaklega eftir að krílin koma í heiminn og það þarf virkilega að fara að leggja sig fram við að þvo.

Þvottakarfan breytist í eitthvað sem er fullt af töfrum því sama hvað þú tekur upp úr henni hún er alltaf full. Bara ef þetta gerðist með veskið manns, baukinn eða bankareikninginn. Spurning að fara að geyma peninga í þvottakörfunni og ath. hvort hann fjölgi sér?

Suma daga er maður orðinn sannfærður um að það búi fleiri á heimilinu en þú vissir af því þetta verk virðist vera endalaust.

Margir henda í þvottavélina og gleyma henni svo þannig að sami þvotturinn er kannski þveginn 3 sinnum eða oftar.
Henda þarf svo þvottinum í þurrkarann en því miður má ekki allt fara þar heldur þarf að hengja hann upp og bíða eftir að hann þorni. Sum heimili eiga ekki einu sinni þurrkara og margir skilja ekki hvernig það fólk hefur haldið geðheilsunni.

Þetta er víst ekki nóg því það þarf að taka niður af snúrunum og úr þurrkaranum og brjóta saman og setja inn í skáp. Sumir meira að segja kuðla þvottinum saman og grýta eða troða inn í skápa og skúffur og eru sáttir.
Þetta er ekki lýsing á mér…. ÉG ELSKA ALLT SEM VIÐ KEMUR ÞVOTTI!!!

Fyrir mér er það algjör sæla að sortera þvottinn og skella í vélina. Þegar vélin er búin tek ég úr henni, brýt allt fallega saman (já blautt) það sem á að fara á snúrurnar og hristi vel úr því sem fer í þurrkarann. Þegar þurrkarinn er farinn að mala og búið er að setja í næstu vél tek ég blauta þvottinn sem er saman brotinn og hengi hann fallega upp á snúrur og reyni að slétta eins og vel og ég get úr honum en það að brjóta hann saman hjálpar til við að slétta úr honum.

Ég hef unun af því að brjóta saman og geri það alltaf yfir góðri mynd eða spennandi seríum í sjónvarpinu og allt verður að vera vel brotið saman. Ég höndla engan vegin kúlusokka eða hálf brotna saman sokka, þeir verða að vera fullkomnir (OCD kannski ekki en úfff þráhyggja dauðans)

(Þetta er tilefni í martröð fyrir mér)

Ég hef í alvöru læðst fram úr og brotið saman sokkana mína „rétt” þegar ég og vinkona mín vorum saman í útlöndum og hún braut saman og rétti mér minn þvott.

(Svona á að gera þetta, rétt samanbrotnir sokkar)

En alla vega fyrir mig er líka mjög mikilvægt að strauja. Ég strauja ekki allt en mörgum ef ekki flestum finnst ég algjörlega sturluð í hausnum. Sængurver er nauðsynlegt að hafa ný straujuð, mér finnst eins og ég sé að setja skítugt utan um rúmið ef þau eru krumpuð, skyrtur auðvitað, dúkar og viskustykki. Það síðasta lítur bara betur út í skúffunni.
Ok. Þá er ein af ástríðum mínum komnar á blað.

En þegar maður er svona „KreiKrei“ fyrir einhverju þá lærir maður alltaf eitthvað sniðugt sem hægt er að nota og ég á fullt af svoleiðis ráðum og hér eru nokkur

Hvítur þvottur: Matarsódi er algjört möst í hvítan þvottinn en hann gerir þvottinn í raun hvítari, hann sótthreinsar og ótrúlegt en satt mýkir þvottinn. ég set yfirleitt msk með þvottaefninu þegar ég er með hvítan þvott og stundum set ég líka inn í vélina

Illa lyktandi þvottur: Borðedik. Já þessi illa lyktandi vökvi gerir wonders þegar kemur að svitalykt, lykt af súrum þvotti og svo það besta við hann er að hann verndar litinn í fötunum og mýkir. Edikið er sett í mýkingarefnishólfið og stundum inn í vélina. Ef mikil lykt er af þvottinum er gott að láta liggja í bleyti með edikinu yfir nótt og þvo svo eins og venjulega.
Ég nota líka edik til að þrífa vélina en ég sýð alla vega 1-2 vélar á mánuði á 90 og set þá edik en það hreinsar líka vel allar leiðslur og drepur sveppi. Matarsódinn gerir það líka þannig að ég mæli með að setja í 1 vél í mánuði með matarsóda og ediki. Ég nota þessar vélar og þvæ allar tuskur.

Mýkingarefni: Ég nota aðeins mýkingarefni þegar ég þvæ lopavörur. Ég er ekki hrifin af því og hef heyrt að velar sem mýkingarefni hefur verið notað reglulega í eru oft fullar af myglu. Í staðin nota ég yfirleitt örfáa dropa af ilmkjarnaolíu. Eucaliptus og teetree hafa verið mikið notað en ég nota alltaf lavender í sængurföt þar sem lavender er róandi.

Sokkaskrímslið: Hver kannast ekki við sokkaskrímslið ógurlega sem stelur alltaf öðrum sokknum þannig að maður situr uppi með töluvert magn af stökum sokkum. Ég er búin að finna ráð við honum og hef sigrað. Þvottvélapokarnir sem fást í Ikea t.d. Þessir sem flestir henda tvíburahúfunum í (flestir kalla þær brjóstahaldara). Í þessa poka set ég alla sokka, loka og hendi í vélina. Það er ótrúlegt hvað stökum sokkum hefur fækkað eftir að ég byrjaði á að gera þetta. Ég hendi yfirleitt pokunum svo beint í þurrkarann með sokkunum þannig að þegar ég er búin að brjóta allt annað saman tek ég fram pokana (yfirleitt með 2 í vélinni) og brýt snyrtilega saman úr hvorum pokum. Það er örsjaldan sem stakur sokkur verður eftir en yfirleitt finn ég hinn undir rúminu hjá unglingnum.

Stríðið sem ég á orustu við núna er sokkagatarinn en sonur minn gengur í gegnum sokkana eins og ekkert sé. Mamma það er komið gat á sokkinn heyrist aðeins of oft enda keypti ég 20 pör af alveg eins sokkum þegar ég kíkti síðast til Bandaríkjanna og þvílíkur munur..

En alla vega ég ætla að hætta hér og fara að gera eitthvað.

Vonandi getið þið nýtt eitthvað af þessu, mæli allavega með að prufa.

Færslan er skrifuð af Bryndísi Steinunni og birtist upphaflega á Amare.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.