fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 19:00

Jess Brown birti mynd af dóttur sinni, Lilly, sem er 10 ára gömul, liggjandi á sjúkrahúsi, eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum. Myndin var tekin á tíu ára afmælisdegi hennar.

Talið er að Lilly hafi orðið fyrir miklu einelti samnemenda sinna undanfarna mánuði vegna útlits síns. Að sögn móðurinnar höfðu jafnaldrar dóttur hennar kallað Lilly feita og beitt hana ofbeldi. Jess segir að skólinn hafi lítið gert til að taka á þessum málum, en breski fréttamiðillinn Worcester News greindi fyrst frá þessu.

Þetta leiddi til þess að Lilly var komin djúpt í sjálfsvígshugleiðingar og tók hún verkjalyf og aðrar pillur sem hún fann í baðherbergisskáp á heimili sínu. Jess kom að henni áður en það var um seinan og fór með Lilly  til heimilislæknis. Að hans ráði var þeim vísað á sjúkrahús þar sem lyfin voru fjarlægð úr Lilly í gegnum magadælingu.

„Mér er óglatt yfir því að skólinn geri ekkert í þessu. Það vill enginn gera neitt,“ segir Jess við fréttamiðilinn og bætir við að foreldrar hrottanna sem réðust á dóttur hennar hafi hlegið að sér þegar hún hafði samband. „Hún fer ekki aftur í þennan skóla, það er ekki áhættunnar virði. Ég ætla ekki að grafa barnið mitt.“

Þegar Jess tók ljósmyndina var Lilly miður sín á afmælisdegi sínum eftir að hafa kastað upp eftir aðgerðina. Móðirin tók þá ákvörðun að deila myndinni í forvarnarskyni til að sýna hvaða alvarlegu áhrif einelti getur haft á líf og sjálfsmynd þolandans.

Nokkrum dögum áður hafði Jess birt myndband af Lilly í tárum þar sem hún opnaði sig um eineltið í skólanum. Myndbandið er tæplega níu mínútna langt og þar heyrist stúlkan segja að eineltið hafi versnað undanfarnar vikur. Lilly sigtar út einn tiltekinn hrotta sem hún segir hafa hárreytt og sparkað í sig.

Þá segir Lilly að samnemandi hennar ætli sér að halda áfram þangað til hún flyst úr skólanum. „Hún ætlar að halda þessu áfram þangað til ég verð reið. Ég vil ekki drepa mig.“

Lilly hóf göngu sína í Witton miðskólanum í Droitwich í Bretlandi í september og vill móðir hennar meina að hún hafi skynjað snemma að eitthvað væri ekki með felldu. Þegar fréttavefurinn hafði samband við Cath Crossley, skólastjóra miðskólans, sagði hann ekki annað koma til greina en að taka hart á þessum málum og gera ráðstafanir tafarlaust í ljósi þessara atburða. „Hugur okkar er svo sannarlega með Lilly-Jo og fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum.“

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019