fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Hrottalegt ofbeldi á fjórtán ára stúlku tekið upp – Mun líklega aldrei geta átt börn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára gömul stúlka sem var lamið og sparkað ítrekað í af skólafélögum hennar í þrjá klukkutíma hefur nú fengið þær upplýsingar frá lækni að líklegt sé að hún muni aldrei geta eignast börn.

Strákur sem stúlkan er sögð vera hrifin af bauð henni í göngutúr með sér og leiddi hann hana á afskekktan stað þar sem fimm stúlkur á aldrinum þrettán til fjórtán ára biðu eftir henni. Þegar þangað var komið hófu stúlkurnar barsmíðarnar.

Samkvæmt Metro var ofbeldið tekið upp á myndband og má sjást á því þegar stúlka kýlir hana í andlitið og hendir henni í kjölfarið á jörðina. Þá taka hinar stúlkurnar við og hefja að sparka og kýla ítrekað í hana á meðan hún liggur á jörðinni. Ein stúlknanna sést stökkva ofan á höfuð hennar og efri líkama. Eftir þriggja klukkutíma barsmíðar leyfðu þau stúlkunni að fara og komst hún heim til sín að hringja á sjúkrabíl.

Atvikið átti sér stað í bænum Mineralnye í Rússlandi og komust læknar að því stúlkan hlaut heilahristing, skaða á líffærum og mikið mar um líkamann. Lögreglan hefur fengið upplýsingar um alla aðila málsins og eru þau í yfirheyrslum.

 

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.