fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Tobba Marinós: „Ég horfði ofan í baðið og varð svo sorgmædd yfir því að það væri ekki nægilega mikið vatn til að ég gæti drekkt mér“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobba Marinós eignaðist nýlega sitt annað barn og viðurkennir hún að allt sem hún hafði heyrt um meðgöngu og fæðingar hafi verið haugalygi.

„Ég er bara svo fegin að hún sé fædd og þetta sé búið og allt saman yfirstaðið. Ég komst að því að heimurinn er lygasjúkur af því að það er alltaf verið að segja að þú gleymir þessu strax þegar þú ert komin með barnið, það er kjaftæði þú gleymir engu og það er hræðilegt vont og erfitt að eignast barn,“ sagði Tobba í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en Vísir greindi frá.

DV greindi frá því nýverið að  Tobba hefði eignaðist sitt annað barn með sínum heittelskaða, Baggalútnum Karli Sigurðssyni. Tobba var sett af stað og segir á Facebook-síðu sinni að ferlið hafi verið langt.

„Hamingjan mætti í gær eftir langa bið og laaanga gangsetningu (gangsetningartækið varð batteríslaust!) En þessi dama er sko ekki batteríslaus. 15 merkur af gleði og töfrum,“ skrifar Tobba og lætur fylgja með mynd af nýjustu viðbótinni í fjölskylduna.

Tobba og Karl eru búin að vera saman um árabil og eiga fyrir dótturina Regínu sem varð fjögurra ára í sumar.

Í þættinum talar Tobba tæpitungulaust um bæði meðgöngur og fæðingar. Segir hún að hver og ein kona upplifi fæðingar á ólíkan hátt og að ósanngjarnt sé að bera saman hverja og eina upplifun.

„Ég var til dæmis í tvo sólarhringa með níu í útvíkkun og það þurfti að sauma mig á fjórum stöðum. Ég á bara ekkert sameiginlegt með konu sem eignaðist barn á þremur klukkutímum.“

Tobba segist ekki skilja hvers vegna mænurótardeyfing sé skyndilega orðinn mælikvarði á konur.

„Af hverju þykir sjálfsagt að konur sleppi lyfjum í fæðingu en að fólk fái þau í öllum öðrum aðgerðum. Ég ætlaði að taka þetta svo náttúrulega en svo hugsaði ég bara, jesús minn það eru kannski tuttugu klukkutímar eftir og ég hef enga stjórn á þessu og þetta er allt hræðilegt. Ég horfði bara ofan í baðið og varð svo sorgmædd yfir því að það væri ekki nægilega mikið vatn í baðinu til að ég gæti drekkt mér. Það var það eina sem ég gat hugsað.“

Segir Tobba einnig að henni hafi aldrei verið greint frá því hversu langt og erfitt fæðingarferlið gæti orðið.

Þetta er erfitt og það er allskonar í boði. Þetta snýst bara um það að vera ekki búin að ákveða eitthvað og vera svo í öngum sínum yfir því að það gangi ekki eftir,“ segir Tobba og viðurkennir að hafa oft orðið fyrir svokallaðri mæðraskömm og telur hún mikilvægt fyrir konur að hugsa fyrst og fremst um sjálfar sig eftir fæðingarnar.

Hér má sjá viðtal við Tobbu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum