fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Sonur Anítu Daggar hætt kominn: Missti sex kíló á nokkrum sólarhringum – Þekktu ekki einkennin og misstu næstum son sinn

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars árið 2017 fór Aníta Dögg Aðalsteinsdóttir Watkins ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum í helgarferð til Brussel. Alla ferðina var eldri drengur Anítu sem var þrettán ára ómögulegur, þreyttur og ólíkur sjálfum sér.

Aníta með fjölskyldu sinni

„Hann var endalaust þreyttur, átti erfitt með að labba með okkur, pissaði endalaust, drakk mikið og var bara alls ekki hann sjálfur. Við tengdum þetta bara við unglingsárin og jafnvel einhverja flensu. Við komum heim á sunnudegi og um kvöldið byrjar hann að kvarta yfir magaverkjum og ógleði. Hann var heima daginn eftir og þegar ég kom heim um tíu leytið horfði ég á hann og fékk nett taugaáfall. Ég tók eftir því að hann var orðinn mjög horaður og ekkert líkur sjálfum sér. Ég bað hann um að hoppa á vigtina og ég hafði rétt fyrir mér. Hann hafði misst sex kíló á nokkrum sólarhringum,“ segir Aníta Dögg sem grunaði alls ekki hvaða erfiðu lífsreynslu fjölskyldan átti eftir að ganga í gegnum.

Mátti minnstu muna að þau misstu son sinn

Anítu var hætt að standa á sama og ákvað hún að hringja í lækni sem sagði henni að koma með strákinn til sín klukkan tvö sama dag.

„Á þessum fjórum tímum fer honum versnandi, er mikið móður og á erfitt með að halda sjálfum sér uppi. Við fórum til læknisins sem sá fljótt að barnið var með sykursýki og sendir hann okkur beint upp á neyðarmóttöku. Þar stendur tíu manna teymi tilbúið til þess að taka á móti okkur. Elsku sonur okkar var með blóðsykur yfir 50 en blóðsykurinn á að vera á milli 5-8. Það tók dágóðan tíma að fá hann stabílan og og hann endaði á því að vera rúman sólarhring á gjörgæslu. Við sem foreldrar hans, þekktum ekkert til sykursýki 1 og vissum ekkert um þau einkenni sem henni fylgja. Við vorum nálægt því að missa son okkar og þess vegna viljum við segja okkar sögu til þess að koma boðskapnum áfram.“

Aníta með eldri syni sínum

Aníta segir í samtali við Bleikt að fjölskyldan berjist mikið fyrir því að deila reynslu sinni og koma því á framfæri að sykursýki 1 sé ekki áunninn sjúkdómur.

„Þetta er sjálfsónæmis sjúkdómur og ekki er hægt að losna við hann með ákveðnu mataræði eða hreyfingu. Við höfum því miður oft mætt fordómum og fáfræði í garð þessa sjúkdóms.“

Nóvember tileinkaður einstaklingum með sykursýki

Nóvember er tileinkaður einstaklingum með sykursýki og þann 14. nóvember næstkomandi er alþjóðlegur dagur sykursýki. Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki stendur í ár fyrir vitundarvakningu um sykursýki týpu 1 og heldur félagið styrktartónleika næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember klukkan 20:00 í Seljakirkju. Öll innkoma af miðasölu rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki.

Fram koma: Una Stef, Svavar Knútur, Jónsi, Matthías Stefánsson, Siggi Swing and his Bluesberries, Sunna Gunnlaugsdóttir, Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur ásamt Sigurgeiri Skafta Flosasyni, Ingrdi Örk Kjartansdóttir, Hljómsveitin Værð. Listinn er enn að lengjast og má  sjá nánar á dropinn.is – Miðaverð í forsölu 2500kr en 3000 við inngang.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat