fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Maria hitti konu í neyslu: Daglegt starf að veita munnmök fyrir morfín

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 11:15

Maria segir atvikið í Borgartúni hafa breytt lífi sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Ericsdóttir var stödd á kaffihúsinu Te og Kaffi í Borgartúninu í gær þegar hún tók eftir konu við afgreiðsluborðið sem virtist eiga mikið erfitt.

„Hún stóð við afgreiðsluborðið og hafði misst fullt af miðum úr vasanum. Hún settist á gólfið og var í þann veginn að týna þá upp, þetta var ekki venjulegt þar sem hún komst ekki auðveldlega upp og við sem vorum að funda tókum eftir þessu. Hún átti ekki pening og fékk vatn. Hún settist síðan skammt frá okkur og við tókum eftir því að hún var greinilega á lyfjum eða undir áhrifum einhvers. Augun rúlluðu, það var eitthvað mikið að,“ segir Maria í færslu á Facebook síðu sinni.

Daglegt starf að veita munnmök fyrir morfín

Þegar Maria var í þann veginn að yfirgefa kaffihúsið til þess að sækja börnin sín, stóðst hún ekki mátið og ákvað hún að ræða við konuna.

„Hún stóð hjá dyrunum og var grátandi. Ég spurði hana hvort ég gæti eitthvað hjálpað, hún grét bara og sagðist þurfa að hringja því hún ætlaði að hitta mann sem myndi hjálpa henni. Svo grét hún aftur, átti erfitt með að sjá mig. Hún sagðist ekki vilja hitta hann en að hún yrði að gera það til þess að geta fengið pening til að fara til Svíþjóðar.“

Mariu leist ekki á blikuna og ákvað því að spyrja konuna nánar hvað væri í gangi.

„Það var sem ég óttaðist. Hún var í neyslu og hafði týnt símanum sínum en þurfti að hringja í mann sem ætlaði að borga henni svo hún gæti fengið morfín og safnað sér fyrir meðferð í Svíþjóð. Ég spurði hana nánar út í manninn. Ég vildi ekki heyra svarið. Munnmök. Hana langaði þetta auðvitað ekki, sagði hún, en að þetta væri daglegt og að þetta væri eina leiðin.“

Maria greindi konunni frá því að hún vildi aðstoða hana og bað hana um að bíða í augnablik.

„Ég fór aðeins frá henni og hringdi í lögregluna. Hún spurði hvert ég væri að hringja og ég sagði henni að ég væri að leita ráða hjá vinkonu. Ég spurði hvert ég gæti farið með stelpuna, hann sagði mér að fara í konuathvarfið svo ég hringdi þangað. Konan sem svaraði sagði mér að hringja í Frú Ragnheiði (fíkla-vagninn).“

Konan á tvær stelpur

Maria var að verða of sein að sækja börnin sín á fimleikaæfingu svo hún bauð konunni að koma með sér þar sem kaffihúsið væri að loka.

„Ég sagði henni að ég vildi hjálpa henni en ég þyrfti að sækja börnin. Síðan myndi ég keyra hana á betri stað á eftir. Hún grét mikið, var taugaóstyrk og vildi hringja til mannsins en mér fannst það ókostur. Á endanum kom hún með mér. Ég keyrði til fimleikafélagsins sem var ekki langt í burtu og sagði konan mér að hún ætti tvær stelpur. Hún var stressuð og vildi ekki fá fráhvarfseinkenni. Sagði að þau væru að koma, jafnvel byrjuð og að nú yrði hún að fá lyf. Ég talaði rólega næstum því alla leiðina og sagði henni að ég væri meðvituð um hvað henni liði illa, þó að ég vissi ekki hvernig það væri og að ég þyrfti að læra hvernig ég gæti hjálpað henni.“

Þegar Maria og unga konan voru komnar fyrir utan fimleikafélagið þurrkaði hún augun og kinnarnar með höndunum.

„Ég sá hvað fingurnir voru dökkir og skítugir. Ég hugsaði að þarna væri íslensk kona, yngri en ég sem talar við mig fallega. Alveg gríðarlega illa stödd, auðvitað myndi ég hjálpa henni. Hún heilsaði börnunum fallega, reyndi mikið á sig. Ég sagðist ætla að keyra þau heim og svo myndi ég hjálpa henni. Hún sofnaði örlítið, sem betur fer. Á meðan hringdi ég í númerið sem ég hafði fengið og útskýrði allt eins vel og ég gat. Maðurinn sagði mér að þau gætu lítið gert nema að hún vildi fara í meðferð. Ég sagði að svo væri. En það er ekki hægt sagði hann. Það er allt fullt. Okey, hvað gerum við þá? Sagði ég. Við getum farið í athvarfið.“

Enga aðstoð að fá

Eftir að Maria hafði komið börnum sínum heim keyrði hún aftur niður í Borgartún þar sem hún hafði mælt sér mót við fíkla-vagninn.

„Ég stöðvaði bílinn og hún svaf enn þá. Ég fékk krampa í fótinn og sleppti bremsunni og þá rann bíllinn örlítið fram. Hún vaknaði. Hún varð strax hrædd og vildi hringja en rétt í þessu kom hjúkrunarkona úr bílnum. Hún hallaði sér upp að bílglugganum mínum og heilsaði rólega og fallega. Konan vildi ekki fara með henni því hún var byrjið að finna verulega fyrir einkennum. Hjúkrunarkonan sagði mér að einkennin væru svo hræðileg í morfíninu að fólk getur ekki hugsað sér það. Konan fór inn og út úr bílnum, grét mikið og var farin að froðufella. Ég spurði hvað væri til ráða. Ekkert, var svarið. Það er enginn staður. Hún kemst ekki inn á Vog. Hún kemst hvergi að.“

Maria bað konuna ítrekað um að leyfa sér að fara með hana í konuathvarfið en lítið var um svör.

„Ég vissi það að ég gæti ekki tekið hana heim. Hún myndi ekki halda neinu, ekki saur, engu. Myndi verða fárveik. Hún hafði sagt það sjálf. Ég bað hana ítrekað um að fara í athvarfið, bara í eina nótt og ég sagðist sækja hana í fyrramálið. Ég spurði hana hvort hún ætti fjölskyldu, hvort hún hefði farið í meðferð og hversu lengi hún hafði verið í neyslu. Svarið var bara að hún gæti ekki fengið fráhvörf. Gat ég farið með hana á slysó? Nei. En hún sagðist þurfa aðstoð, myndi frekar deyja en að takast á við fráhvörfin. Ég horfi á hjúkrunarfræðinginn. Hún verður að fá aðstoð, sagði ég. Já en hún verður að vilja það, er svarið. Já en hún vill það, sagði ég, en hún getur ekki tekist á við nóttina og fengið hjálp seinna. Hún þarf að fá hjálp núna. Hjúkrunarfræðingurinn horfir á mig og skilur mig. Segir já, ég veit, en það er ekki til. Þetta sjáum við aftur og aftur, við erum sjálfboðaliðar, við sjáum þetta.“

Gat ekkert gert og skildi hana eftir

Á meðan Maria ræðir við hjúkrunarfræðinginn fer konan úr bílnum og byrjar að ráfa í burtu.

„Ég get ekkert gert. Ég spyr hvort þau ætli að keyra á eftir henni, hún hafi sofið úti síðastliðna nótt og sé í verra ásigkomulagi núna. Nú eru þau tvö í rauðum rauða-kross peysum fyrir utan gluggann minn, ég sit enn þá í bílnum. Þau eru með langan lista og eru að fara á næsta stað. Ég skil konuna eftir. Símalausa. Ég veit ekki hvar hún er. Kannski úti. Eins og í gær. Það er vindur. Er hún fáránlega veik einhvers staðar? Hefði hún verið köttur hefði ég tekið hana heim. En þetta er persóna og ég lét hana fara. Ég ligg í rúminu, hringdi aftur á Vog. Fékk aftur símsvara. Fór inn á vefsvæði SÁÁ til að finna upplýsingar um hver skipulagði söfnunina í gær. Einhver. Eitthvað. Ég fann lista þar sem verið er að safna undirskriftum. Ég lét manneskju frá mér fara, fárveika, eina út í kuldann í peysu. Hún gat varla haldið augunum opnum. Hún froðufelldi. Hún er úti núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.