Bleikt

Hilary Duff drakk fylgjuna eftir fæðingu: „Þetta var besti hristingur sem ég hef fengið“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. nóvember 2018 17:00

Leik- og söngkonan Hilary Duff hefur nú sagt frá því að hún hafi drukkið fylgjuna sína í hristing fljótlega eftir að hún fæddi dóttur sína og að hún hafi gjörsamlega elskað það.

Hilary sem er þrjátíu og eins árs gömul eignaðist sitt fyrsta barn með kærastanum sínum Matthew Koma í síðasta mánuði.

„Þetta var besti hristingur sem ég hef fengið. Ég hef ekki smakkað svona góðan hristing síðan ég var tíu ára gömul. Hann var fullur af kaloríum, djúsi og ávöxtum og var æðislegur,“ sagði Hilary í viðtali.

Samkvæmt Metro þótti Hilary hugmyndin þó ekki girnileg til þess að byrja með en hugmyndin um næringarefnin yfirtók hryllingin sem Hilary upplifði fyrst. Kenningin um það að fylgjan komi í veg fyrir fæðingarþunglyndi og geti stöðvað blæðingu eftir fæðinguna var nægilega mikil til þess að sannfæra hana.

Hilary mælir með því að konur borði fylgjuna sína og segir hún að henni hafi liðið frábærlega síðan hún drakk fylgjuna.

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“