Bleikt

Faðir hrinti átta ára gömlum syni sínum til þess að koma í veg fyrir mark

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. nóvember 2018 15:30

Við höfum öll heyrt um foreldrana sem ganga stundum aðeins of langt þegar kemur að íþróttaiðkun barnanna. Líklega er keppnisskap foreldranna kannski aðeins of mikið og erfitt getur verið að standast freistinguna á því að hrópa, öskra, tja eða hjálpa til eins og þessu tilfelli.

Sonur manns sem spilar með liði undir átta ára í fótbolta var að taka þátt í keppni. Hann var í marki og stóð faðir hans á hliðarlínunni og fylgdist með samkvæmt Metro.

Þegar faðir hans sá að boltinn var á leið í markið og að sonur hans var ekki að fylgjast nægilega vel með, stökk faðirinn inn á völlinn og hrinti syni sínum til þess að hindra að boltinn færi í markið.

Í fyrstu telur faðirinn að hann hafi bjargað því að hitt liðið skoraði en leikmaður í liðinu á móti syni hans fór að boltanum, skaut og skoraði. Þá gekk faðirinn fúll í burtu.

Foreldrar ættu allir að geta lært sitthvað af þessu myndbandi. Til dæmis: Ekki vera þetta foreldri.

 

 

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Átakanlegur texti fíkils til aðstandanda: „Ef við höldum þessu áfram, þá mun annað okkar deyja“

Átakanlegur texti fíkils til aðstandanda: „Ef við höldum þessu áfram, þá mun annað okkar deyja“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Íslenskar mæðgur í áfalli fyrir utan Fjarðarkaup – „Sorgin í augunum braut í mér hjartað“

Íslenskar mæðgur í áfalli fyrir utan Fjarðarkaup – „Sorgin í augunum braut í mér hjartað“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þórunn Antonía lokar Góðu systur: „Vil ekki að það sé staður sem setur út hatursáróður á annað fólk í mínu nafni“

Þórunn Antonía lokar Góðu systur: „Vil ekki að það sé staður sem setur út hatursáróður á annað fólk í mínu nafni“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Tíu ára gömul stúlka talin hafa orðið ólétt eftir kynferðislega misnotkun bróður síns – Fæddi dreng á dögunum – Lögreglan rannsakar málið

Tíu ára gömul stúlka talin hafa orðið ólétt eftir kynferðislega misnotkun bróður síns – Fæddi dreng á dögunum – Lögreglan rannsakar málið