Bleikt

Dóttir Madonnu vakti athygli fyrir loðna leggi og handakrika á viðburði

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:30

Hin tuttugu og tveggja ára gamla Lourdes Leon, dóttir heimsfrægu söngkonunnar Madonnu vakti mikla athygli á söfnunarviðburði Vogue á mánudaginn síðasta.

Leon var klædd í hvítan kjól eftir Laur og var með hvíta eyrnalokka í stíl. Það sem vakti áhuga fólks, samkvæmt HuffPost, var það að Leon hafði hvorki rakað á sér fótleggina né handarkrika fyrir viðburðinn og fetar hún því í fótspor móður sinnar þegar hún var á svipuðum aldri.

„Þegar ég var í menntaskóla sá ég að vinsælu stelpurnar þurftu að haga sér á ákveðinn hátt til þess að vekja athygli strákanna. Ég vissi að ég gat ekki gert það svo ég gerði hið andstæða. Ég neitaði að ganga með farða og sérstakar hárgreiðslur. Ég neitaði að raka mig og hafði loðna handarkrika,“ sagði Madonna í viðtali árið 2010.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“