fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Öskubuska
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan ég hef ég byrjaði að blogga hjá Öskubusku hef ég verið mjög heppin að finna lítið fyrir ritstíflu eða andleysi. Það hefur gengið tiltölulega vel að halda bloggunum mínum við og nýjar hugmyndir spretta upp reglulega.

Nú sit ég við tölvuna að reyna að skrifa nýja færslu, eitthvað sniðugt og skemmtilegt, jafnvel með smá fróðleik (en þó ekki of þungt), sem gaman er að lesa og helst fylgja með fallegar myndir.

Hvað ætti ég að skrifa um? Uppáhalds instagram síðurnar mínar? Setja inn uppskrift? Annað tísku blogg?

Hræðist hnatthlýnun jarðar

Sannleikurinn er sá að hugur minn er allt annar staðar þessa dagana.

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að ég hef dýft mér ofan í umhverfismálin og spáð mikið í þeim. Eftir að sameinuðu þjóðirnar birtu nýjustu skýrslu sína varðandi hnatthlýnun jarðar og afleiðingar þess þá hefur verið töluvert erfiðara að hugsa um annað.

Jörðin okkar hefur hitnað að meðaltali um 1°C síðan tækniöldin hófst vegna gróðurhúsaáhrifa. Það má nú þegar sjá afleiðingarnar í formi skógarelda, þurrks, flóða, bráðnun jökla, eyðingu kóral rifja, súrnun hafsins, og svo framvegis. Skýrslan, sem fjöldi vísindamanna eru á bak við, tók skýrt fram að ef hnatthlýnun jarðar nær upp í 2°C þá verði afleiðingarnar skelfilegar. Höfin okkar eru að fyllast af plasti og rusli, en með þessu áframhaldi er talið að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum heldur en af fiski.

Það eru engar nýjar fréttir að verið sé að fara illa með jörðina, og hafa vísindamenn spáð fyrir því í langan tíma. Því eru ákveðin verkefni í gangi sem lönd hafa val að taka þátt í, til þess að sporna við þessari hlýnun. Eitt af þeim verkefnum er Parísar sáttmálinn, þar sem löndin sem taka þátt leggja til leiðir sem þau geta framkvæmt til þess að sporna við að hlýnun fari upp í 2°C, og þess í stað 1,5°C.

Við höfum 12 ár (til 2030) til þess að ná þessu markmiði og þurfum að minnka kolefnisspor okkar um amk 40%. Eftir því sem ég les meira af skýrslum, skoða fleiri fréttir og spá almennt meira í þessu, því óþægilegra verður þetta. Þetta krefst jú vissulega fórnfýsi af margra hálfu að ná þessu markmiði, en fórnin fyrir að ná því ekki verður enn stærri.

Finnur fyrir vanmætti

Færslan mín átti nú ekki að vera um fréttirnar sem hafa farið um víðan völl undanfarið. Þið getið fundið þær og lesið, ef þið hafið ekki gert það nú þegar. t.d. hér, hér, hér, hér , hér og hér

Ég hef áhyggjur. Ég er leið. Ég finn fyrir vanmætti. Mig langar til að eignast barn á næstum árum en á sama tíma hræðist ég framtíð þess.

Nú eru jólin á næsta leiti og er bókstaflega allt að minna mig á það. Jólin eru að koma, ertu byrjuð að kaupa jólagjafir?

Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og haft ofboðslega gaman af hátíðinni. En nú sé ég fyrir mér mengun, valdbeitingu á minni máttar og neysluhyggju fram í fingurgóma. Ég hef hugsað um leiðir til þess að halda umhverfisvænni og skaðminni jól. Leiðir til þess að henda minna af pappír, hugsa betur til náungans, reyna að velja skaðminni valkosti og kaupa minna af dóti.

Hver er ég orðin? Hraðari breytingu á sjálfri mér hef ég ekki kynnst. Ég held að þetta sé aukaverkun þess að halda sér upplýstri.

Byrði að bera upplýsingar

Eins og sumir vita þá er ég aktivisti. Aktivisti er einstaklingur sem stundar einhverskonar gjörning eða aðrar leiðir til þess að vekja athygli á málefnum og stuðla að samfélagslegri eða pólitískri breytingu.

Ég er vegan aktivisti. Ég er umhverfis aktivisti. Ég er tísku aktivisti. Ég finn mig í þessu öllu. Ég kafa dýpra og afla mér upplýsinga því að vitund okkar er krafturinn sem knýr allt áfram. Sumt er ekki hægt að stroka út eftir að upplýsingarnar hafa verið bornar fram.

Þetta er þó einnig ákveðin byrði. Byrði sem ég ber stolt, en samt sem áður byrði. Sorgin sem fylgir því að vita að sumu get ég ekki breytt, að ég geti ekki bjargað öllum getur stundum verið yfirþyrmandi .

Sorgin sem fylgir því að horfa á lítinn grís vera slengt í vegg eða á gólfið, því hann óx ekki nægilega hratt til þess að verða peninganna virði (slíkt er einnig löglegt á Íslandi þar til þeir verða 7 daga gamlir), sorgin sem fylgir því að sjá gæsir reyttar lifandi fyrir dúnúlpur líkt og fyrir Canada Goose, sorgin að vita að árið 2013 hafi byggingin Rhana Plaza fallið í sundur og drepið 1134 manns, en mörg þeirra voru í óða önn að sauma fatnað fyrir stór tísku vörumerki, svo að aðrir betur settir einstaklingar geti verslað nýjar flíkur aftur og aftur á spottprís.

Aktivisminn gefur mér þó einnig von. Upplýsingarnar gefa til kynna að enn er hægt að gera eitthvað. Ein manneskja getur ekki gert allt, en getur þó gert ansi mikið.

Reynir sitt allra besta að taka þátt

Ég er langt frá því að vera fullkomin. Ég kaupi enn þá eitthvað af hlutum í plasti, afþví það er einstaklega erfitt að komast 100% hjá því og stundum langar mér í pylsubrauð, ég sit og skrifa bloggið í adidas peysu sem ég keypti áður en vitundarvakning mín um tískuna varð til, því að henda gömlu fötunum mínum er óumhverfisvænt, ég gleymi stundum fjölnota kaffibollanum mínum heima, ég er enn að finna hentugar húðvörur í umhverfisvænni umbúðum, ég á 3 hunda sem kúka og það er mengandi, ég keyri enn þá bíl..svona gæti ég haldið endalaust áfram.

Breytingarnar hjá mér síðastliðið árið eru þó gífurlegar. Ég er alltaf að finna fleiri og nýrri leiðir til þess að vinna með umhverfinu mínu og vaxa í leiðinni sem einstaklingur. Ég sé þessar breytingar annar staðar og það vekur upp hlýju og von. Helstu matvöruverslanir eru að hætta með almenna plastpokann. Fleiri skyndibitastaðir taka upp take-away box í pappa og eru jafnvel hætt að reka upp stór augu þegar ég mæti með mitt eigið. Vegan úrval á veitingastöðum hefur snaraukist og eru nú 3 (bráðum 4) 100% vegan veitingastaðir.

Strákurinn sem afgreiddi mig í Iceland um daginn var reyndar mjög krúttlega hissa þegar ég rétti fram lakkrísdýr í einum af grænmetispokunum mínum í staðin fyrir hefðbundna plastpokann sem er við nammi barina, þetta var líklega fyrsta skiptið sem hann sá þetta, en ekki alls ekki það seinasta.

Ég ætla að halda áfram að pinteresta umhverfisvænni jól, reyna að slaka aðeins á og finna kyrrðina sem fylgir því að vita að ég þarf ekki að taka þátt í því sem ég vil ekki. Það má alveg hægja á sér ef maður vill. Ég stefni á að pakka jólagjöfum í fréttablöð (sem ég fæ lánuð frá öðrum heimilum eftir lestur þar sem ég afþakka þau venjulega), ég minnkaði jólagjafalistann með því að efna til jóla hittings með vinkonunum í staðin fyrir gjafir, elda girnilegan mat úr plöntum, ég ætla ekki að bæta við mig jólaskrauti, sama hvað IKEA og Costco freista mín, því ég á nóg til. Ég ætla að vera til staðar, ég er loksins að átta mig á því að samverustundin skiptir meira máli en glysið og glamúrinn, ætli ég sé að verða fullorðin?

Færslan er skrifuð af Amöndu Cortes og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.