Bleikt

Fékk beiðni um að baka köku af fæðingu barns – Með kúki og öllu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 21:00

Margar konur kvíða fæðingu barna sinna. Kvíðinn getur verið vegna hræðslu við sársauka, hræðslu við það að fæðingin gangi ekki vel en það sem líklega margar konur kvíðir líka er það að kúka í fæðingunni. En það er algengara en marga grunar.

Henni Rebeccu, sem rekur kökuþjónustu í Lowton, Wigan brá því heldur betur þegar hún fékk beiðni um að baka eins raunverulega köku og hún gæti af fæðingu barns. Ekki aðeins vildi kúnni hennar fá höfuð barnsins vera að koma út úr kökunni, heldur vildi hún einnig að kúkur væri að koma út á sama tíma.

„Þau kröfðust þess að kúkurinn myndi líta út fyrir að vera mjög raunverulegur. Ég hef verið að baka kökur í sjö ár en ég hef aldrei verið beðin um neitt eins og þetta áður,“ sagði Rebecca í viðtali við Metro.

Rebecca tók áskoruninni og byrjaði að baka. Hún notaði sultu sem blóð, súkkulaði spænir fyrir skapahár, sykurmassa fyrir kúkinn sjálfan og fyrir höfuð barnsins notaði hún dúkkuhaus.

Viðskiptavinur Rebeccu var yfir sig ánægður með útkomuna.

„Ég hefði ekki verið ánægð ef þetta hefði verið fyrir mína barnasturtu en einhverra hluta vegna elskar fullt af fólki þessa hugmynd. Þeim fannst þetta bráðfyndið. Það erfiðasta við kökuna var að gera kúkinn, hvort sem þú trúir því eða ekki en það var svo erfitt að gera hann raunverulegan.“

 

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“