Bleikt

Einstakt samband feðgina – Kennir pabba sínum fimleika með misgóðum árangri

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:30

Sambandið á milli föður og dóttur getur verið alveg einstakt og þá sérstaklega þegar þau deila áhugamálum.

Það er líka frábært þegar foreldrar gera sitt allra besta til þess að kynnast áhugamálum barnanna sinna og á pabbinn í þessu myndbandi líklega vinninginn í þeim efnum. Dóttir hans hefur verið að æfa fimleika og vildi hann endilega taka þátt í því með henni, hann mætir því með henni á æfingar ásamt því að hún hjálpar honum að æfa sig heima við.

Í upphafi veit hann ekkert hvað hann er að gera og má segja að það sé með ólíkindum að hann sé ekki stórslasaður eftir tilraunir sínar til þess að gera það sama og dóttir hans. En æfingin skapar meistarann og tekst dóttur hans með ótrúlegum hætti að þjálfa pabba sinn og hjálpa honum að verða, tja.. alveg ágætur fimleikamaður.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“