Bleikt

Bráðfyndið myndband af Húgó í ullarpeysu: „Hann þykist vera lamaður þegar við setjum hann í hana“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:30

Húgó er þriggja mánaða gamall hvolpur af tegundinni Tibetan Spaniel. Á dögunum keyptu eigendur hans parið Sara Regal og Saga Líf á hann nýja peysu til þess að verja hann fyrir Íslenska vetrinum.

„Óskarinn fyrir leik ársins hlýtur herra Húgó dekurrass sem þolir ekki peysuna sem við keyptum til þess að verja hann fyrir Íslenska vetrinum. Hann þykist vera lamaður þegar við setjum hann í hana, þar til komið er út auðvitað þá hoppar hann og skoppar eins og kanína,“ segir Sara þegar hún birti meðfylgjandi myndband af Húgó á síðunni Hundasamfélagið á Facebook.

Þrátt fyrir ungan aldur Húgós má greinilega sjá að hann á glæstan leiklistarferil fram undan og gaf Sara Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að deila þessu bráðfyndna myndbandi af stórleikaranum.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?

Fræga fólkið sem kynntist við tökur – Hamingjusamt til æviloka?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“

Reyndi sjálfsvíg eftir líkamsárásir frá samnemendum: Eyddi afmælisdeginum á sjúkrahúsi – „Ég vil ekki drepa mig“