fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Árný Hlín vaknaði við að verið var að putta hana: „Hélt hann síðan áfram og nauðgaði mér? Já“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 5. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Árný Hlín Sigurðardóttir kynntist strák í gegnum sameiginlegan vin árið 2015 áttaði hún sig ekki á því hvað þessi strákur átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar.

Árný var nýkomin heim frá bandaríkjunum þegar hún kynntist stráknum og höfðu þau eytt miklum tíma saman sem vinir þegar hann bauð henni loksins á stefnumót.

„Í ágúst býður hann mér á stefnumót. Mikið var ég spennt. Ég hafði mig til og málaði mig en þeir sem þekkja mig vita að það er mjög sjaldan sem ég geri það. Ég fór í fínni föt og var tilbúin til þess að fara út að borða,“ segir Árný í færslu sinni á síðunni Vynir.

Kvöldi gekk vel og boðuðu þau góðan mat saman. Eftir það ákváðu þau að fara heim til Árnýjar þar sem foreldrar hennar voru ekki heima.

„Um kvöldið sváfum við saman í fyrsta skiptið. Bæði samþykk og ekkert rugl. Um morguninn vaknaði ég við það að þú varst að putta mig. Hvernig dettur nokkurri manneskju í hug að putta sofandi stelpu! Ég var svo orðlaus og stjörf að ég gerði ekki neitt. Ég „leyfði“ honum að klára. Hefði ég átt að stoppa hann? Já. Hvernig? Ekki hugmynd. Þarna lá ég í mínu eigin rúmi með stráki sem ég hafði þekkt í nokkra mánuði og bjóst ekki við því að svona nokkuð myndi gerast fyrir mig. En það gerðist. Hélt hann síðan áfram og nauðgaði mér? Já.“

Vildi ekki fara í gegnum atvikið aftur og kærði því ekki

Um leið og tækifæri gafst til hringdi Árný í vinkonu sína sem kom fljótlega til hennar og á mánudeginum eftir hafði hún samband við Stígamót.

„Ég hafði samband við Stígamót til þess að aðstoða mig við það að vinna úr þessu. Tveimur vikum síðar fékk ég tíma hjá yndislegum manni sem hjálpaði mér mjög mikið við það að vinna úr tilfinninga hrærigrautnum sem ég var að upplifa. Alltaf ásakaði ég sjálfa mig að hafa ekki rekið hann heim. Ef ég hefði bara verið vakandi allan tímann, ef ég hefði, ef ég hefði, ef ég hefði. Svo mikið af ef ég hefði spurningum.“

Árný tók ákvörðun um að leggja ekki fram kæru þar sem hún vildi ekki þurfa að fara í gegnum atvikið aftur og aftur.

„Jafnvel til þess að uppskera ekkert. Hugsa ég ennþá til þessa manns? Já stundum. Ætlaði hann að nauðga mér? Ég hreinlega veit það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.